Heimiliskötturinn gaf eigendur sína saman Íris Hauksdóttir skrifar 3. júlí 2023 20:01 Kötturinn Momo gegndi mikilvægu hlutverki í við hjónavígslu eigenda sinna. TikTok Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. Eftir að hafa fylgst vökulum glyrnum með eigendum sínum fara með brúðkaupsheitin innsiglaði kötturinn Momo hjónabandið með því að leggja blekvota loppuna sína á hjónabandsleyfi parsins. Það sem vekur þó mesta furðu er að samkvæmt reglum í Colorado, þar sem hjónin eru búsett, er athöfn með þessum hætti, lögleg. Hjónabandslög í Colorado gera enga kröfu til þess að vígðir embættismenn sinni brúðkaupsathöfnum. Í Colorado þarf vottur í hjónavíglum ekki að vera vígður embættismaður.TikTok Þau Amanda (32) og Steve (29) ættleiddu læðuna Momo árið 2021 en hún var áður á vergangi og því er óvíst um aldur hennar. Æfðu loppufarið lengi „Momo er að því sem ég best veit, fyrsti kötturinn til að undirrita hjónabandssamning,“ sagði Amanda, í samtali við The Post. „Að hafa hana sem vitni gerði brúðkaupið skemmtilega eftirminnilegt. Við æfðum hana mikið í að stimpla loppufarið áður en til stóru stundarinnar kom. Í fyrstu var þetta bara eins og einn stór flekkur en loka niðurstaðan er æðisleg og styrkir ástina okkar.“ Hjónin segja loppufar Momo á hjónabandspappírnum styrkja ástina á milli þeirra. TikTok Brúðkaupsferð til Íslands Á TikTok síðu sinni deildu hjónin myndum og myndbandsbroti af kettinum gráa dýfa loppu sinni í gæludýravænt blek og stimpla með henni á lögfræðiskjalið. Myndbandið hefur nú hlotið 4,4 milljón áhorfs. @mandamoeckterry Momo was the best witness we could have asked for. My mom lost our orginal wedding certificate paperwork so we were able to do this in Colorado. #coloradocats #weddingpawty #catsoftiktok Hey Lover - The Daughters Of Eve Viðbrögð við færslunni hafa verið fjölbreytt þar sem stór hópur fólks segist munu leggja leið sína til Colorado til að leika þetta eftir. „Þetta á við um allar gerðir gæludýra,“ skrifar einn í athugasemd og tekur fram að vinnufélagi sinn hafi haft hundinn sinn sem vitni. Eftir brúðkaupið héldu hjónin í brúðkaupsferð til Íslands þar sem þau nutu alls þess sem landið hefur upp á að bjóða. Brúðkaup Dýr Kettir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Eftir að hafa fylgst vökulum glyrnum með eigendum sínum fara með brúðkaupsheitin innsiglaði kötturinn Momo hjónabandið með því að leggja blekvota loppuna sína á hjónabandsleyfi parsins. Það sem vekur þó mesta furðu er að samkvæmt reglum í Colorado, þar sem hjónin eru búsett, er athöfn með þessum hætti, lögleg. Hjónabandslög í Colorado gera enga kröfu til þess að vígðir embættismenn sinni brúðkaupsathöfnum. Í Colorado þarf vottur í hjónavíglum ekki að vera vígður embættismaður.TikTok Þau Amanda (32) og Steve (29) ættleiddu læðuna Momo árið 2021 en hún var áður á vergangi og því er óvíst um aldur hennar. Æfðu loppufarið lengi „Momo er að því sem ég best veit, fyrsti kötturinn til að undirrita hjónabandssamning,“ sagði Amanda, í samtali við The Post. „Að hafa hana sem vitni gerði brúðkaupið skemmtilega eftirminnilegt. Við æfðum hana mikið í að stimpla loppufarið áður en til stóru stundarinnar kom. Í fyrstu var þetta bara eins og einn stór flekkur en loka niðurstaðan er æðisleg og styrkir ástina okkar.“ Hjónin segja loppufar Momo á hjónabandspappírnum styrkja ástina á milli þeirra. TikTok Brúðkaupsferð til Íslands Á TikTok síðu sinni deildu hjónin myndum og myndbandsbroti af kettinum gráa dýfa loppu sinni í gæludýravænt blek og stimpla með henni á lögfræðiskjalið. Myndbandið hefur nú hlotið 4,4 milljón áhorfs. @mandamoeckterry Momo was the best witness we could have asked for. My mom lost our orginal wedding certificate paperwork so we were able to do this in Colorado. #coloradocats #weddingpawty #catsoftiktok Hey Lover - The Daughters Of Eve Viðbrögð við færslunni hafa verið fjölbreytt þar sem stór hópur fólks segist munu leggja leið sína til Colorado til að leika þetta eftir. „Þetta á við um allar gerðir gæludýra,“ skrifar einn í athugasemd og tekur fram að vinnufélagi sinn hafi haft hundinn sinn sem vitni. Eftir brúðkaupið héldu hjónin í brúðkaupsferð til Íslands þar sem þau nutu alls þess sem landið hefur upp á að bjóða.
Brúðkaup Dýr Kettir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira