Ekki ástæða til að vara íslenska hundaeigendur við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 06:46 Fjöldi hunda sem veikist af hótelhóstanum svokallaða er ekki á uppleið hér á landi. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun sér ekki ástæðu til að vara hundaeigendur sérstaklega við smitandi hósta meðal hunda að óbreyttu. Ekki eru fleiri tilvik um smitaða hunda nú en áður. Langstærstur hluti hunda hér á landi er bólusettur gegn flestum veirum. Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum. Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum.
Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira