Innlent

Á­fram sól og sumar fyrir sunnan

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Áfram má búast við sól á Austurvelli í miðborg Reykjavík.
Áfram má búast við sól á Austurvelli í miðborg Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Í dag verður áfram norðanátt og sums staðar töluverður vindur. Norðan-og austanlands verður súld eða rigning og jafnvel slydda til fjalla.

Þá verður bjart með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hiti er frá 3 til 8 stigum norðan heiða, upp í 15 til 17 stig syðst, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að á morgun sé útlit fyrir svipað veður, en síðdegis dregur úr vætu norðan- og austanlands og þar hlýnar dálítið. Norðaustlæg átt og skýjað en úrkomulítið á fimmtudag, en áfram bjartviðri um landið suðvestanvert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Norðlæg átt 5-13 m/s. Bjart með köflum suðvestantil, annars víða rigning en dregur úr vætu síðdegis. Hiti 6 til 15 stig, mildast sunnanlands.

Á fimmtudag:

Norðaustan 3-10 og yfirleitt bjart veður sunnan- og vestanlands, en skýjað og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast suðvestantil.

Á föstudag:

Norðaustlæg átt og bjart með köflum, en fer líklega að rigna suðaustanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta um tíma. Hiti 12 til 20 stig.

Á sunnudag:

Norðaustlæg átt og allvíða rigning með köflum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðaustanátt með lítilsháttar vætu. Heldur svalara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×