„Það var ekki leiðtogafundur í Nettó“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. júlí 2023 19:18 Sérsveitarmaðurinn var með byssuna á sér þegar hann fór inn í Nettó að kaupa sér skyr. Samkvæmt verklagi lögreglunnar eru sérsveitarmenn alltaf vopnaðir þegar þeir eru á vakt, meira að segja þegar þeir kaupa sér nesti. Aðsent Maður sem vakti athygli á vopnuðum lögreglumanni í Nettó segir að ekki megi normalísera vopnaburð lögreglunnar. Lögregluþjónninn reyndist vera sérsveitarmaður en samkvæmt verklagi eru þeir alltaf vopnaðir á vakt, þó þeir séu bara að kaup sér skyr. Umræðan um vopnavæðingu lögreglunnar hefur verið hávær í kjölfar Leiðtogafundar Evrópuráðsins. Í kringum fundinn mátti sjá fjölda vopnbúinna lögreglumanna niðri í bæ og yfirvöld fjárfestu í byssum fyrir 185 milljónir í aðdraganda hans. Þórgnýr Thoroddsen, fyrrum borgarfulltrúi Pírata og bjórbruggari, er einn þeirra sem er ósáttur við vopnaburðinn og birti mynd á Facebook-síðu sinni af vopnuðum lögreglumanni í Nettó. Við færsluna viðraði hann pælingar sínar: „Nú skil ég alveg að það sé hugsanlega sniðugt að lögreglufólk hafi aðgengi að skotvopnum í aðstæðum sem þess krefjast. Getum við, sem samfélag, samt sammælst um að lögreglan þurfi ekki að bera skammbyssur þegar þau fara í Nettó að kaupa sér Skyr? Þetta er alvarlega fokkað!“ Normalísering á vopnaburði lögreglunnar Þórgnýr segist sýna vopnaburði lögreglunnar fullan skilning í ljósi aukinnar hörku á landinu. Hins vegar fannst honum ekki gott hvað lögreglunni þætti eðlilegt að bera vopn öllum stundum. „Eins og ég skil þetta þá er þetta alveg löglegt. Lögreglustjóri getur sett reglur um hverjir mega bera vopn og hverjir mega hafa vopn í bílnum og svo framvegis. Þannig þetta er allt samkvæmt reglum,“ sagði Þórgnýr í samtali við Vísi eftir að hafa gluggað í vopnalög. Leyniskytta á þaki Hörpu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í maí.Vísir/Vilhelm „Það stingur mig aðeins að þetta skuli vera orðið normið. Sérstaklega eftir leiðtogafundinn er eins og það hafi orðið breyting yfir nótt um það hversu eðlilegt það er fyrir lögreglumenn að bera vopn öllum stundum.“ „Það er alveg bersýnilegt að lögreglan er að reyna að push-a þessari pælingu, að reyna að normalísera þetta,“ segir hann um byssumenningu lögreglunnar. „Ef maður vekur ekki máls á því þá normalíserast þetta auðvitað undir eins.“ Engir ofbeldismenn í Nettó þegar maður kaupir sér skyr Þórgnýr segir sjálfsagt að lögreglan beri vopn en það sé spurning um ákveðna menningu, Íslendingar séu vanir því að umgangast óvopnaða lögreglumenn. Þeir ættu ekki að vera vopnaðir ef þeir eru bara að versla sér í matinn. „Ég átta mig alveg á því að heimur versnandi fer og það er meiri harka í undirheimum. Ég er í sjálfu sér ekkert á móti því að lögreglumenn hafi aðgang að þeim verkfærum sem þeir þurfa til að díla við ofbeldismenn. Þeir eru bara ekki í Nettó þegar þú ert að kaupa skyr,“ sagði Þórgnýr. Þórgný Thoroddsen þykir vænt um að sjá óvopnaða lögreglumenn og líst ekkert sérstaklega á frekari vopnvæðingu lögreglunnar. „Þetta er spurning um menningu. Mér þykir vænt um það að geta horft á lögreglumann án þess að sjá hann sem hættulegan einstakling,“ segir hann. „Þeir voru tveir, annar var í bílnum og hinn var inni að kaupa skyr,“ segir hann um lögreglumennina tvo sem voru í og við Nettó. Var þetta venjulegur lögreglubíll eða hvað? „Nei, hann var ómerktur, þetta voru klárlega sérsveitarmenn og það er einmitt það sem er talað um í lögum að það megi setja reglur um það að tilteknar einstaklingar megi bera vopn að jafnaði. Það myndi eiga við um sérsveitarmenn og allt í fínu með það, sérstaklega á stærri viðburðum að vera með vopn þegar það er viðbragðsástand,“ segir Þórgnýr. „En þeir voru tveir og mér finnst hann hefði alveg getað skilið byssuna eftir úti í bíl. Það myndi ekkert hafa mikil áhrif á viðbragðstímann, það var ekki leiðtogafundur í Nettó.“ Sérsveitarmenn megi ekki taka af sér vopnin Vísir hafði samband við Gunnar Hörð Garðarsson, samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, til að forvitnast út í verklag lögreglunnar hvað varðar byssur. Hann segir sérsveitarmenn ekki mega taka af sér byssurnar þegar þeir eru á vakt. Hvernig er fyrirkomulag lögreglunnar með byssur? „Almennt eru lögreglumenn ekki vopnaðir nema í kringum atburði eins og leiðtogafundinn,“ segir Gunnar. „Hins vegar erum við með sérsveit sem er alltaf vopnuð þegar hún er á vakt og starfsmenn á vakt fjarlægja ekki vopnið sitt þótt að þeir fari í erindi innan borgarmarkanna eða annars staðar.“ „Það er ekki ætlast til að þeir taki af sér skotvopnin af því það er alltaf gerð krafa til þess að þeir geti verið kallaðir til verkefna hvar sem þeir eru. Þannig ef þeir eru í búning, sem er þessi grái búningur, þá eru þeir vopnaðir, öllum stundum,“ segir Gunnar. Gunnar Hörður er samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra en hann greindi reyndar frá því nýlega að hann væri að hætta störfum og ætlaði að flytja til Brussel.Ríkislögreglustjóri Gæti ekki annar skilið byssuna eftir hjá hinum fyrst þeir eru tveir? „Þannig er verklagið ekki,“ segir Gunnar Hörður og bætir við „Sérsveitarmenn sem eru í sérsveitarbúning eru á vakt og þá eru þeir vopnaðir Þeir eru þá alltaf vopnaðir? „Sérsveitin er alltaf vopnuð, annars eru þeir ekki að störfum.“ Eru þeir ekki sérstaklega kallaðir út eða hvernig er það? „Það er alltaf sérsveit á vakt á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Svo er alltaf hægt að kalla út aukamannskap en það er 24 tíma vakt á sérsveitinni allan ársins hring,“ segir Gunnar. „Fólk hefur orðið vart við það að þegar það er mikið margmenni þá er sérsveitarbíll á rúntinum. Þeir eru líka lögreglumenn eins og aðrir þannig þeir geta tekið að sér minni verkefni ef þeir eru fyrstir á vettvang áður en þeir framvísa því síðan til lögreglunnar.“ „En að öllu jöfnu eru þeir til taks ef það kemur eitthvað upp á og því miður er mikið að koma upp á þessa dagana.“ Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. 12. mars 2023 10:30 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Umræðan um vopnavæðingu lögreglunnar hefur verið hávær í kjölfar Leiðtogafundar Evrópuráðsins. Í kringum fundinn mátti sjá fjölda vopnbúinna lögreglumanna niðri í bæ og yfirvöld fjárfestu í byssum fyrir 185 milljónir í aðdraganda hans. Þórgnýr Thoroddsen, fyrrum borgarfulltrúi Pírata og bjórbruggari, er einn þeirra sem er ósáttur við vopnaburðinn og birti mynd á Facebook-síðu sinni af vopnuðum lögreglumanni í Nettó. Við færsluna viðraði hann pælingar sínar: „Nú skil ég alveg að það sé hugsanlega sniðugt að lögreglufólk hafi aðgengi að skotvopnum í aðstæðum sem þess krefjast. Getum við, sem samfélag, samt sammælst um að lögreglan þurfi ekki að bera skammbyssur þegar þau fara í Nettó að kaupa sér Skyr? Þetta er alvarlega fokkað!“ Normalísering á vopnaburði lögreglunnar Þórgnýr segist sýna vopnaburði lögreglunnar fullan skilning í ljósi aukinnar hörku á landinu. Hins vegar fannst honum ekki gott hvað lögreglunni þætti eðlilegt að bera vopn öllum stundum. „Eins og ég skil þetta þá er þetta alveg löglegt. Lögreglustjóri getur sett reglur um hverjir mega bera vopn og hverjir mega hafa vopn í bílnum og svo framvegis. Þannig þetta er allt samkvæmt reglum,“ sagði Þórgnýr í samtali við Vísi eftir að hafa gluggað í vopnalög. Leyniskytta á þaki Hörpu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í maí.Vísir/Vilhelm „Það stingur mig aðeins að þetta skuli vera orðið normið. Sérstaklega eftir leiðtogafundinn er eins og það hafi orðið breyting yfir nótt um það hversu eðlilegt það er fyrir lögreglumenn að bera vopn öllum stundum.“ „Það er alveg bersýnilegt að lögreglan er að reyna að push-a þessari pælingu, að reyna að normalísera þetta,“ segir hann um byssumenningu lögreglunnar. „Ef maður vekur ekki máls á því þá normalíserast þetta auðvitað undir eins.“ Engir ofbeldismenn í Nettó þegar maður kaupir sér skyr Þórgnýr segir sjálfsagt að lögreglan beri vopn en það sé spurning um ákveðna menningu, Íslendingar séu vanir því að umgangast óvopnaða lögreglumenn. Þeir ættu ekki að vera vopnaðir ef þeir eru bara að versla sér í matinn. „Ég átta mig alveg á því að heimur versnandi fer og það er meiri harka í undirheimum. Ég er í sjálfu sér ekkert á móti því að lögreglumenn hafi aðgang að þeim verkfærum sem þeir þurfa til að díla við ofbeldismenn. Þeir eru bara ekki í Nettó þegar þú ert að kaupa skyr,“ sagði Þórgnýr. Þórgný Thoroddsen þykir vænt um að sjá óvopnaða lögreglumenn og líst ekkert sérstaklega á frekari vopnvæðingu lögreglunnar. „Þetta er spurning um menningu. Mér þykir vænt um það að geta horft á lögreglumann án þess að sjá hann sem hættulegan einstakling,“ segir hann. „Þeir voru tveir, annar var í bílnum og hinn var inni að kaupa skyr,“ segir hann um lögreglumennina tvo sem voru í og við Nettó. Var þetta venjulegur lögreglubíll eða hvað? „Nei, hann var ómerktur, þetta voru klárlega sérsveitarmenn og það er einmitt það sem er talað um í lögum að það megi setja reglur um það að tilteknar einstaklingar megi bera vopn að jafnaði. Það myndi eiga við um sérsveitarmenn og allt í fínu með það, sérstaklega á stærri viðburðum að vera með vopn þegar það er viðbragðsástand,“ segir Þórgnýr. „En þeir voru tveir og mér finnst hann hefði alveg getað skilið byssuna eftir úti í bíl. Það myndi ekkert hafa mikil áhrif á viðbragðstímann, það var ekki leiðtogafundur í Nettó.“ Sérsveitarmenn megi ekki taka af sér vopnin Vísir hafði samband við Gunnar Hörð Garðarsson, samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, til að forvitnast út í verklag lögreglunnar hvað varðar byssur. Hann segir sérsveitarmenn ekki mega taka af sér byssurnar þegar þeir eru á vakt. Hvernig er fyrirkomulag lögreglunnar með byssur? „Almennt eru lögreglumenn ekki vopnaðir nema í kringum atburði eins og leiðtogafundinn,“ segir Gunnar. „Hins vegar erum við með sérsveit sem er alltaf vopnuð þegar hún er á vakt og starfsmenn á vakt fjarlægja ekki vopnið sitt þótt að þeir fari í erindi innan borgarmarkanna eða annars staðar.“ „Það er ekki ætlast til að þeir taki af sér skotvopnin af því það er alltaf gerð krafa til þess að þeir geti verið kallaðir til verkefna hvar sem þeir eru. Þannig ef þeir eru í búning, sem er þessi grái búningur, þá eru þeir vopnaðir, öllum stundum,“ segir Gunnar. Gunnar Hörður er samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra en hann greindi reyndar frá því nýlega að hann væri að hætta störfum og ætlaði að flytja til Brussel.Ríkislögreglustjóri Gæti ekki annar skilið byssuna eftir hjá hinum fyrst þeir eru tveir? „Þannig er verklagið ekki,“ segir Gunnar Hörður og bætir við „Sérsveitarmenn sem eru í sérsveitarbúning eru á vakt og þá eru þeir vopnaðir Þeir eru þá alltaf vopnaðir? „Sérsveitin er alltaf vopnuð, annars eru þeir ekki að störfum.“ Eru þeir ekki sérstaklega kallaðir út eða hvernig er það? „Það er alltaf sérsveit á vakt á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Svo er alltaf hægt að kalla út aukamannskap en það er 24 tíma vakt á sérsveitinni allan ársins hring,“ segir Gunnar. „Fólk hefur orðið vart við það að þegar það er mikið margmenni þá er sérsveitarbíll á rúntinum. Þeir eru líka lögreglumenn eins og aðrir þannig þeir geta tekið að sér minni verkefni ef þeir eru fyrstir á vettvang áður en þeir framvísa því síðan til lögreglunnar.“ „En að öllu jöfnu eru þeir til taks ef það kemur eitthvað upp á og því miður er mikið að koma upp á þessa dagana.“
Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. 12. mars 2023 10:30 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. 12. mars 2023 10:30
Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27
Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent