Láttu gott af þér leiða og fáðu skattaafslátt í staðinn Thelma Lind Jóhannsdóttir skrifar 4. júlí 2023 14:30 Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun