Körfubolti

Há­vaxinn Slóvaki til liðs við Kefla­­vík

Smári Jökull Jónsson skrifar
Marek Dolezaj í leik með Syracuse háskólanum þar sem hann lék á sínum tíma.
Marek Dolezaj í leik með Syracuse háskólanum þar sem hann lék á sínum tíma. Vísir/Getty

Slóvakinn Marek Dolezaj er genginn til liðs við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway-deild karla á næsta tímabili. 

Dolezaj er landsliðsmaður Slóvakíu en hann hefur leikið með liðum í Grikklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi á sínum ferli. Hann spilaði í Syracuse háskólanum í NCAA deildinni á sínum tíma.

Marek Dolezaj er 208 sentimetrar á hæð og mun vafalaust reynast Keflvíkingum vel í baráttunni undir körfunni. 

Pétur Ingvarsson tók við þjálfun Keflavíkurliðsins að tímabilinu loknu eftir að Hjalti Þór Vilhjálmsson hætti. Pétur hefur verið þjálfari Blika síðustu ár og hann er ánægður með að samningar hafi tekist við Dolezaj.

„Þarna erum við að fá gríðarlega öflugan leikmann sem hefur verið lengi á radarnum hjá mér. Marek er fjölhæfur leikmaður, kom úr góðum háskóla, spilaði með syni mínum í þýsku deildinni og hann hefur ekkert nema gott um hann að segja,“ segir Pétur í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Keflavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×