Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 09:50 Öryggisvörður með viftu um hálsinn þerrar svita í hitabylgju í Beijing í Kína mánudaginn 3. júlí. Hitinn þar fór yfir 35 gráður níu daga í röð í síðustu viku en mánudagurinn er talinn heitasti dagur á jörðinni frá upphafi mælinga. AP/Andy Wong Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. Tvær bandarískar stofnanir sem halda utan um hitatölur telja að meðalhiti jarðar hafi náð 17,01 gráðu 3. júlí. Sló hitinn fyrra met sem var 16,92 gráður frá ágúst 2016. Það ár er jafnframt það hlýjasta til þessa en þá keyrði sterkur El niño einnig hitann upp. Hitinn er sá mesti sem hefur mælst á einum degi frá því að gervihnattaathuganir hófust árið 1979. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar telji að hann sé einnig sá mesti frá því að veðurathuganir hófust af krafti á síðari hluta 19. aldar. Eins og að hoppa í rúllustiga Orsök hitans nú er tvíþætt. Annars vegar valda aukin gróðurhúsaáhrif vegna stórfelldrar losunar manna á koltvísýringi því að jörðin heldur fastar í varma en hins vegar þrýstir El niño-viðburðurinn meðalhitanum upp. El niño er náttúruleg sveifla sem birtist í hlýnun í miðju og austanverðu hitabeltissvæði Kyrrahafsins. Veðurviðburðurinn veldur meðal annars úrkomubreytingum víða um jörðina og veldur almennri hlýnun. Hann á sér stað á tveggja til sjö ára fresti að meðaltali og stendur yfirleitt yfir í níu til tólf mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) lýsti því formlega yfir að El niño-viðburður væri hafinn í gær. Hann yrði að minnsta kosti miðlugssterkur og níutíu prósent líkur væru á því að hann héldi áfram fram á seinni hluta ársins. Líklegast sé að mest áhrif El niño á meðalhita jarðar komi fram á næsta ári. Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna séu mældar yfir mun lengra tímabil en stakan dag segir Deke Arndt, forstöðumaður Umhverfisupplýsingamiðstöðvar Bandaríkjanna, að viðlíka hiti og mældist á mánudag sæist ekki án losunar manna á gróðurhúsalofttegundum og El niño. Í samtali við AP-fréttastofuna líkir Arndt loftslagsbreytingum af völdum manna við rúllustiga þar sem hitinn er á leiðinni upp. El niño sé sambærilegt við að hoppa á meðan maður stendur í rúllustiganum. Líklega aðeins fyrsta metið í röð metaröð Óvenjuheitt er nú víða um jörð. Þrálátur hitapollur hefur verið yfir sunnanverðum Bandaríkjunum og norðanverðu Mexíkó undanfarnar vikur. Í Beijing í Kína mældist hitinn yfir 35 gráðum níu daga í röð í síðustu viku. Í Norður-Afríku hefur hitinn náð allt að fimmtíu gráðum. Jafnvel á Suðurskautslandinu var sett hitamet í júlí þegar hitamælirinn sýndi 8,7 gráður á Argentínueyjum. Áður en óformlega hitametið slegið á mánudag setti júní líklega met sem hlýjasti júnímánuður í mælingasögunni. Sjávarhiti sló sömuleiðis met í apríl og maí. Ólíklegt er að þetta verði síðustu hitamet ársins. „Því miður lítur þetta út fyrir að vera aðeins fyrsta metið í röð þeirra sem verða sett á þessu ári eftir því sem aukin losun gróðurhúsalofttegunda ásamt vaxandi El niño-viðburði ýtir hitanum upp í nýjar hæðir,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við Berkeley Earth-stofnunina. Hertar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um losun brennisteinsoxíðs munu leiða til hreinna lofts en einnig meiri hlýnunar jarðar.Vísir/EPA Ólíklegt að minni svifryksmengun sé um að kenna Nokkuð hefur verið rætt um að hreinni útblástur frá flutningaskipum kunni að eiga þátt í óvenjumiklum sjávarhlýindum. Hertar reglur um útblástur skipa hefur leitt til tíu prósent samdráttar í losun brennisteinsoxíðs frá því að þær tóku gildi fyrir þremur árum. Brennisteinsoxíðiðsvifryk er skaðlegt heilsu fólks en agnirnar endurvarpa hins vegar sólarljósi og stuðla að skýjamyndun sem endurvarpa ljósi og draga þannig úr hlýnun jarðar. Fylgifiskur hreinna lofts er því aukin hlýnun. Tveir sérfræðingar, fyrrnefndur Hausfather, og Piers Forster, prófessor í loftslagseðlisfræði við Háskólanna í Leeds á Englandi, áætla að nýju útblástursreglurnar leiði til um það bil 0,05 gráðu hækkunar meðalhita jarðar fyrir árið 2050. Það er svipuð hlýnun og hlýst af tveimur árum af núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þrátt fyrir það sé ólíklegt að minni loftmengun sé aðalástæða hlýindanna í hafinu nú. Líklegt sé að innan við helmingur hlýnunaráhrifa minni brennisteinslosunar séu komin fram að þau séu líklega aðeins hundraðshlutar af gráður á heimsvísu. Hitinn í sjónum hafi aftur á móti verið um 0,2 gráðum yfir fyrra meti. Vatsngufa í heiðhvolfinu frá eldgosinu mikla í Hunga Tonga í Kyrrahafi í fyrra, óvenjulítið sandfok frá Saharaeyðimörkinni yfir Norður-Atlantshafið í hitabeltinu og vaxandi El niño ráði líklega mestu um sjávarhitabylgjuna. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tvær bandarískar stofnanir sem halda utan um hitatölur telja að meðalhiti jarðar hafi náð 17,01 gráðu 3. júlí. Sló hitinn fyrra met sem var 16,92 gráður frá ágúst 2016. Það ár er jafnframt það hlýjasta til þessa en þá keyrði sterkur El niño einnig hitann upp. Hitinn er sá mesti sem hefur mælst á einum degi frá því að gervihnattaathuganir hófust árið 1979. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar telji að hann sé einnig sá mesti frá því að veðurathuganir hófust af krafti á síðari hluta 19. aldar. Eins og að hoppa í rúllustiga Orsök hitans nú er tvíþætt. Annars vegar valda aukin gróðurhúsaáhrif vegna stórfelldrar losunar manna á koltvísýringi því að jörðin heldur fastar í varma en hins vegar þrýstir El niño-viðburðurinn meðalhitanum upp. El niño er náttúruleg sveifla sem birtist í hlýnun í miðju og austanverðu hitabeltissvæði Kyrrahafsins. Veðurviðburðurinn veldur meðal annars úrkomubreytingum víða um jörðina og veldur almennri hlýnun. Hann á sér stað á tveggja til sjö ára fresti að meðaltali og stendur yfirleitt yfir í níu til tólf mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) lýsti því formlega yfir að El niño-viðburður væri hafinn í gær. Hann yrði að minnsta kosti miðlugssterkur og níutíu prósent líkur væru á því að hann héldi áfram fram á seinni hluta ársins. Líklegast sé að mest áhrif El niño á meðalhita jarðar komi fram á næsta ári. Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna séu mældar yfir mun lengra tímabil en stakan dag segir Deke Arndt, forstöðumaður Umhverfisupplýsingamiðstöðvar Bandaríkjanna, að viðlíka hiti og mældist á mánudag sæist ekki án losunar manna á gróðurhúsalofttegundum og El niño. Í samtali við AP-fréttastofuna líkir Arndt loftslagsbreytingum af völdum manna við rúllustiga þar sem hitinn er á leiðinni upp. El niño sé sambærilegt við að hoppa á meðan maður stendur í rúllustiganum. Líklega aðeins fyrsta metið í röð metaröð Óvenjuheitt er nú víða um jörð. Þrálátur hitapollur hefur verið yfir sunnanverðum Bandaríkjunum og norðanverðu Mexíkó undanfarnar vikur. Í Beijing í Kína mældist hitinn yfir 35 gráðum níu daga í röð í síðustu viku. Í Norður-Afríku hefur hitinn náð allt að fimmtíu gráðum. Jafnvel á Suðurskautslandinu var sett hitamet í júlí þegar hitamælirinn sýndi 8,7 gráður á Argentínueyjum. Áður en óformlega hitametið slegið á mánudag setti júní líklega met sem hlýjasti júnímánuður í mælingasögunni. Sjávarhiti sló sömuleiðis met í apríl og maí. Ólíklegt er að þetta verði síðustu hitamet ársins. „Því miður lítur þetta út fyrir að vera aðeins fyrsta metið í röð þeirra sem verða sett á þessu ári eftir því sem aukin losun gróðurhúsalofttegunda ásamt vaxandi El niño-viðburði ýtir hitanum upp í nýjar hæðir,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við Berkeley Earth-stofnunina. Hertar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um losun brennisteinsoxíðs munu leiða til hreinna lofts en einnig meiri hlýnunar jarðar.Vísir/EPA Ólíklegt að minni svifryksmengun sé um að kenna Nokkuð hefur verið rætt um að hreinni útblástur frá flutningaskipum kunni að eiga þátt í óvenjumiklum sjávarhlýindum. Hertar reglur um útblástur skipa hefur leitt til tíu prósent samdráttar í losun brennisteinsoxíðs frá því að þær tóku gildi fyrir þremur árum. Brennisteinsoxíðiðsvifryk er skaðlegt heilsu fólks en agnirnar endurvarpa hins vegar sólarljósi og stuðla að skýjamyndun sem endurvarpa ljósi og draga þannig úr hlýnun jarðar. Fylgifiskur hreinna lofts er því aukin hlýnun. Tveir sérfræðingar, fyrrnefndur Hausfather, og Piers Forster, prófessor í loftslagseðlisfræði við Háskólanna í Leeds á Englandi, áætla að nýju útblástursreglurnar leiði til um það bil 0,05 gráðu hækkunar meðalhita jarðar fyrir árið 2050. Það er svipuð hlýnun og hlýst af tveimur árum af núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þrátt fyrir það sé ólíklegt að minni loftmengun sé aðalástæða hlýindanna í hafinu nú. Líklegt sé að innan við helmingur hlýnunaráhrifa minni brennisteinslosunar séu komin fram að þau séu líklega aðeins hundraðshlutar af gráður á heimsvísu. Hitinn í sjónum hafi aftur á móti verið um 0,2 gráðum yfir fyrra meti. Vatsngufa í heiðhvolfinu frá eldgosinu mikla í Hunga Tonga í Kyrrahafi í fyrra, óvenjulítið sandfok frá Saharaeyðimörkinni yfir Norður-Atlantshafið í hitabeltinu og vaxandi El niño ráði líklega mestu um sjávarhitabylgjuna.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira