Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 11:27 Carles Puigdemont var kjörinn á Evrópuþingið árið 2019 þrátt fyrir að hann ætti yfir höfði sér ákæru í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu tveimur árum áður. Þingið ákvað að svipta hann friðhelgi sem þingmenn njóta árið 2021. Vísir/EPA Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. Puigdemont stýrði katalónsku héraðsstjórninni þegar hún lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Sjálfstæðisyfirlýsingin leiddi til þess að landsstjórnin í Madrid tók beina stjórn á sjálfstjórnarhéraðinu. Forsetinn flúði Spán til að forðast ákæru og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin ár. Almenni dómstóllinn hafnaði áfrýjun Puigdemont og tveggja annarra katalónskra aðskilnaðarsinna sem Evrópuþingið ákvað að svipta friðhelgi árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Puigdemont sagði að þeir ætluðu sér að áfrýja til Evrópudómstólsins. Hæstiréttur Spánar felldi úr gildi ákæru á hendur Puigdemont fyrir uppreisn eftir að ákvæði um hana voru felld úr hegningarlögum í janúar. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, náðaði þá sem höfðu þegar hlotið refsidóma í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont á enn yfir höfði sér ákæru fyrir að óhlýðnast stjórnvöldum og fjárdrátt. Hann gæti átt allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér. Spænsk yfirvöld ætla sér enn að fá hann framseldan. Fyrri tilraunir þeirra til þess hafa mistekist. Spánn Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58 Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Puigdemont stýrði katalónsku héraðsstjórninni þegar hún lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Sjálfstæðisyfirlýsingin leiddi til þess að landsstjórnin í Madrid tók beina stjórn á sjálfstjórnarhéraðinu. Forsetinn flúði Spán til að forðast ákæru og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin ár. Almenni dómstóllinn hafnaði áfrýjun Puigdemont og tveggja annarra katalónskra aðskilnaðarsinna sem Evrópuþingið ákvað að svipta friðhelgi árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Puigdemont sagði að þeir ætluðu sér að áfrýja til Evrópudómstólsins. Hæstiréttur Spánar felldi úr gildi ákæru á hendur Puigdemont fyrir uppreisn eftir að ákvæði um hana voru felld úr hegningarlögum í janúar. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, náðaði þá sem höfðu þegar hlotið refsidóma í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont á enn yfir höfði sér ákæru fyrir að óhlýðnast stjórnvöldum og fjárdrátt. Hann gæti átt allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér. Spænsk yfirvöld ætla sér enn að fá hann framseldan. Fyrri tilraunir þeirra til þess hafa mistekist.
Spánn Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58 Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58
Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44