Greiddi næstum fjórðung af sjóðnum í arð vegna sölu á Tempo og Mílu
![Þorsteinn Andri Haraldsson sjóðstjóri segir að Arðgreiðslusjóðurinn sé sá eini sinnar tegundar á Íslandi en þetta fyrirkomulag hafi gefið góða raun erlendis.](https://www.visir.is/i/FA99C0EA5BCB3355724E258F704C8E4A8CB8A51F2E39BB93413991B52E323663_713x0.jpg)
Arðgreiðslusjóður Stefnis greiddi 23,5 prósent af heildarstærð sjóðsins í arð til sjóðsfélaga um síðustu mánaðarmót. Þetta háa hlutfall má rekja til þess að Origo seldi Tempo og Síminn seldi Mílu og var afrakstur sölunnar greiddur til hluthafa. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90 prósent af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili.