Karl III krýndur konungur Skotlands Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 19:20 Hefð athafnarinnar má rekja allt til 1633 þegar Karl I Englandskonungur var einnig krýndur konungur Skotlands. Hann var síðan hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni 1653. Karl III hélt hins vegar höfði við athöfnina í dag. AP/Samir Hussein Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands. Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands
Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14
Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01
Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42