Fótbolti

Timber svo gott sem orðinn leikmaður Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jurriën Timber er að öllum líkindum á leið til Arsenal.
Jurriën Timber er að öllum líkindum á leið til Arsenal. Nesimages/Michael Bulder/DeFodi Images via Getty Images

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að hollenski landsliðsmaðurinn Jurriën Timber verði kynntur sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal á næstu dögum.

Timber hefur verið á óskalista Arsenal í allt sumar og nú greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano frá því að félagið hafi gengið frá kaupum á leikmanninum frá Ajax. Romano lætur slagorðið sitt „Here we go“ fylgja með, sem þýðir að það eru allar líkur á því að hann hafi rétt fyrir sér.

Timber er 22 ára gamall miðvörður sem getur einnig leyst stöðu hægri bakvarðar. Samkvæmt Romano greiðir Arsenal allt að 45 milljónir evra fyrir leikmanninn sem samsvarar um 6,7 milljörðum króna.

Leikmaðurinn hefur verið á mála hjá Ajax allan sinn feril og hefur leikið 85 deildarleiki fyrir liðið og skorað í þeim sex mörk. Þá á hann einnig að baki 15 leiki fyrir hollenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×