„Við höfum ákveðið að enda hjónabandið okkar með ást, virðingu og sæmd,“ segir í upphafi yfirlýsingar sem þeir sendu saman á People. Þeir segjast heiðra það sem þeir hafa upplifað saman sem par undanfarin ár.
Martin og Yosef eiga saman tvö börn, dótturina Lucia sem fæddist árið 2018 og soninn Renn sem fæddist 2019. Sjálfur á Martin einnig fjórtán ára gamla tvíburasyni, þá Matteo og Valentino.
Um átta ár eru liðin síðan þeir Martin og Yosef kynntust en það gerðu þeir á samfélagsmiðlinum Instagram. Hálfu ári síðar byrjuðu þeir að hittast og árið 2016 opinberuðu þeir samband sitt. Síðar á sama ári trúlofuðust þeir og árið 2018 giftust þeir.