Handbolti

Stórt tap í fyrsta leik á EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir var öflug í sókn Íslands í kvöld.
Elín Klara Þorkelsdóttir var öflug í sókn Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri mátti þola átta marka tap er liðið mætti heimakonum í Rúmeníu í fyrsta leik í kvöld, 41-33.

Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tók rúmenska liðið völdin í stöðunni 11-10 og stakk íslenska liðið af. Rúmenar skoruðu ellefu mörk gegn fjórum mörkum Íslands í seinni hluta fyrri hálfleiks og staðan var því 22-14 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Aftur var jafnræði á með liðunum í upphafi síðari hálfleiks og íslenska liðið náði mest að minnka muninn niður í fimm mörk í stöðunni 30-25. Nær komst íslenska liðið þó ekki og Rúmenar unnu að lokum nokkuð öruggan átta marka sigur, 41-33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×