Líður best með moldina á milli tánna Íris Hauksdóttir skrifar 9. júlí 2023 07:01 Ásthildur Úa leikkona hefur slegið í gegn undafarið Vísir/Vilhelm Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna. „Ég var alltaf ákveðin í að verða leikkona, alveg frá því ég var pínulítil og nýtti öll tækifæri til þess að stíga á svið. Oftast var ég í hlutverki gömlu konunnar en það var líka minn veruleiki. Ég ólst að miklu leyti upp með ömmu minni í sveitinni á Suðurlandi.“ Hljóp af sér hornin með Reykjavíkurdætrum Þrátt fyrir að hafa varið öllum sumrum og helgum í sveitinni hjá móðurömmu sinni sleit Ásthildur barnskónum í Reykjavík. Hún segist þó ekki hafa tekið út unglingsárin fyrr en hún var komin langt yfir tvítugt. „Ég hljóp ekki af mér hornin fyrr en ég kynntist Reykjavíkurdætrum. Þær voru það svalasta sem ég hafði séð og bað þær blákalt um að fá að vera með í hljómsveitinni. Þær voru þá með rappkonukvöld og rétt að byrja sinn feril, þetta var árið 2013. Stuttu síðar tókum við upp myndband við lagið Reykjavíkurdætur og þannig varð nafnið á hljómsveitinni til. Ég elskaði að koma fram með þeim þrátt fyrir að hafa ekki beint upplifað mig sem söngkonu. Það mátti hreinlega allt og við ferðuðumst saman út um allan heim. Þegar ég horfi á þær í dag fyllist ég söknuði. Þær eru svo frábærar. Ég varð hins vegar að láta rappettudrauminn bíða því ég setti alla mína orku í leiklistina.“ Vildi standa mig þúsund prósent Í fjórðu tilraun fékk Ásthildur loksins inngöngu í leiklistarskólann en eitt ár er á milli inntökuprófa. Árin voru því mörg og kröfðust mikillar þrauseigju af hennar hálfu. Eftir að hafa loksins komist inn fann hún að allt var eins og það átti að vera. Þetta var hennar bekkur enda krefst námið mikils traust á milli tíu bekkjarfélaga næstu þriggja ára. Ásthildur vissi í hjartanu að hún yrði að láta leikkonudrauminn rætast. Vísir/VIlhelm Hún ákvað að demba sér beint í námið og sagði því skilið við hljómsveitina. „Ég vildi standa mig þúsund prósent og setti allt annað til hliðar. Ég vann ekkert með námi né gerði neitt annað á þessum tíma. Ég vissi í hjartanu að þetta yrði mín síðasta tilraun og ef ég kæmist ekki inn núna gæti ég þó með sanni sagt að ég hefði reynt allt.“ Erfitt að horfa á eftir öllum vinkonunum komast inn Samtals urðu árin sex meðan Ásthildur beið eftir samþykki í leiklistarnám. Tímann nýtti hún í ýmislegt, tók nokkrar annir í bókmenntafræði og fluttist um tíma til Danmerkur. Til þess að halda sér á leiklistartánum stofnaði hún meðal annarra kvenna í sömu sporum leikhópinn Konubörn og settu þær á svið verk undir sama nafni. Í þriðju tilraun komust allar inn í skólann nema Ásthildur. Hún segir það hafa verið gott spark í rassinn að horfa á eftir öllum vinkonum sínum fá skólagöngu og eftir á að hyggja hafi það verið það besta sem kom fyrir hana. Me too hafði mikil áhrif á bekkinn Bekkur Ásthildar gekk í gegnum töluverðar breytingar á þeim þremur árum sem námið stóð en í fyrsta skipti í tugi ára flutti skólinn um húsnæði. Stuttu síðar skall me too byltingin á með miklum látum og segir Ásthildur það hafa verið erfiða tíma enda vinni leikarar fyrst og fremst með líkama sinn. Það tók Ásthildi fjórar tilraunin á sex árum að komast inn í leiklistarskólann, lykillinn var að læra að sleppa takinu og treysta. Vísir/Vilhelm „Þetta voru þrjú ár af rússíbönum og þú verður að sleppa öllum vörnum og ganga inn í óvissuna. Að treysta var lykillinn fyrir mig og fram að þessum tíma hafði ég ekki hugrekkið í það. Me too hafði sannarlega mikil áhrif. Við vorum að reyna að þreyfa fyrir okkur í breyttu samfélagi, rétt eins og allir aðrir. Það var allt í uppnámi sérstaklega þar sem við vinnum svo fýsískt saman.“ Fann sitt forte innan tónlistarinnar Í skólanum lærði Ásthildur líka að syngja þrátt fyrir að hafa starfað með hljómsveit í fimm ár. „Ég leit aldrei á mig sem söngkonu með Reykjavíkurdætrum. Það var meiri sviðsframkoma og útrás fyrir allskonar gjörningalist. Í skólanum fórum við í gegnum söngnám og þar fann ég hvar áhugasvið mitt liggur. Ásthildur fann sína fjöl hvað sönginn varðar innan leiklistarskólans og gerði að útskriftarverkefni sínu.Vísir/Vilhelm Leikbærir textar sem segja sögur Ég kynntist Kurt Weill og Berthold Brecht en saman sömdu þeir leikrit þar sem þeir drógu lítilmagnann fram í sviðsljósið sem fæstir höfðu áður lagt áherslu á. Þar opnaðist áhugi minn á blús og djassi, Ninu Simone og uppáhalds þýsku söngkonunni minni Ute Lemper sem enginn veit hver er. Þarna fann ég mig og gerði að útskriftarverkefninu mínu. Þetta eru í heildina allt leikbærir textar sem segja sögur og það er nú einmitt það sem við erum alltaf að gera í leikhúsinu, að segja sögur.“ Ófrísk í miðjum heimsfaraldri Draumahlutverkið eftir útskrift var þó ekki á sviðinu heldur í móðurhlutverkinu. „Mig langaði ekkert í leikhúsið í samanburði við það hversu heitt ég þráði að verða mamma og tveimur mánuðum eftir útskrift var ég orðin ófrísk. Svo kom Covid. Ég var fyrirfram kvíðin að ganga með mitt fyrsta barn en að gera það í þessu óvissuástandi reyndi töluvert á. Ég einangraði mig mjög og tók engar áhættur. Þegar kom að fæðingunni voru hlutirnir orðnir örlítið bærilegri og kærastinn minn mátti vera viðstaddur en var þó ekki hleypt með mér inn á vökudeildina eftir að hún var komin í heiminn. Ég þakka fyrir hvað allt gekk vel og við mæðgur máttum fara heim örfáum klukkustundum eftir að hún kom í heiminn. Það er ekkert mikilvægara í þessu ferli en að hafa einhvern sem þú ert með hjartatengingu við.“ Mæðgurnar Ásthildur og Viktoría, Ásthildur hér í hlutverki Línu vinnukonu í leikritinu Emil í Kattholtiaðsend Samhliða fæðingarorlofinu lék Ásthildur í verkinu Last Kvöldmáltíðin eftir Kolfinnu Nikulásdóttur. Litla dóttirin, Viktoría var þá aðeins nokkurra mánaða. Stuttu síðar var henni boðið í prufur í Borgarleikhúsinu sem Lína vinnukona í barnaleikritinu Emil í Kattholti. Hlutverk sem hún hreppti og hefur síðan þá verið fastráðin við leikhúsið. Svartþröstur stærsta hlutverkið „Ég byrjaði í Borgó árið 2021 í Emil og fór þaðan yfir í Macbeth undir leikstjórn Ursule Bartosevicicute sem er algjörlega frábær. Vonandi fæ ég að vinna meira með henni í framtíðinni. Þaðan fór ég yfir í verkið Svartþröstur sem við Valur Freyr lékum tvö á Litla sviðinu. Ég dáðist af hugrekki Brynhildar Borgarleikhússtjóra fyrir að treysta mér fyrir því hlutverki. Við erum bara tvö á sviðinu allan tímann og það má lítið út af bera. Það hlutverk reyndist mér stórt ábyrgðarlega séð en viðtökurnar hafa ekki síður verið frábærar. Maður þarf að gefa sig allan í að svona verkefni gangi upp en það gerir hlutina þeim mun meira spennandi.“ Tilnefnd sem aðal- og aukaleikkona Og Ásthildur stóðst svo sannarlega væntingar því hún hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna bæði fyrir leik sinn í Macbeth og Svartþresti. Hvernig var sú tilfinning? „Auðvitað finnst öllum gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf en þú býst ekki endilega við því. Það er alltaf einhver þarna úti sem fær ekki tilnefningu þó hann eigi það 100% skilið og því getur brugðið til beggja vona. Þegar manni finnst maður hafa staðið sig vel er þetta auðvitað bara gaman. Ásthildur segist fá staðfestingu á góðu starfi í gegnum viðbrögð áhorfenda. Vísir/Vilhelm Satt best að segja verð ég svolítið feimin og veit ekki hvað ég á að gera við þetta. Staðfestingu á að verk hafi gengið vel fæ ég annarstaðar frá. Sérstaklega með Svartþröst, ég hef aldrei upplifað það áður að fólk komi að mér eftir að hafa séð verkið og fundið sig knúið að segja mér frá hlutum sem það hafði upplifað einfaldlega af því verkið hreyfði svo mikið við því. Fyrir mér er það staðfestingin og það eru verðlaunin að maður sé að gera eitthvað rétt. Þar fæ ég fyllingu í hjartað og sjálfstraustið um að ég sé á réttri braut.“ Langar mest að elta sólina Spurð hvort markmiðið sé að verða fræg segir Ásthildur það af og frá. Hún upplifi þó töluverða frægð frá börnum í gegnum hlutverk sitt sem Bjöllu í Stundinni okkar. „Krakkar stoppa mig oft og vilja spjalla því þau þekkja vel hana Bjöllu mína. Ég hef gaman að því. Annars vil ég ekki sjá neina frægð og hugsa aldrei út í slíkt.“ En hvað er framundan í sumar? „Eftir tökur á Stundinni okkar fer ég í langþráð sumarfrí. Svo taka við nokkur spennandi verkefni innan Borgarleikhússins í haust. Mig langar mest að elta sólina og tjalda í fallegu náttúrunni okkar,“ segir Ásthildur að lokum. Ástin og lífið Leikhús Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Ég var alltaf ákveðin í að verða leikkona, alveg frá því ég var pínulítil og nýtti öll tækifæri til þess að stíga á svið. Oftast var ég í hlutverki gömlu konunnar en það var líka minn veruleiki. Ég ólst að miklu leyti upp með ömmu minni í sveitinni á Suðurlandi.“ Hljóp af sér hornin með Reykjavíkurdætrum Þrátt fyrir að hafa varið öllum sumrum og helgum í sveitinni hjá móðurömmu sinni sleit Ásthildur barnskónum í Reykjavík. Hún segist þó ekki hafa tekið út unglingsárin fyrr en hún var komin langt yfir tvítugt. „Ég hljóp ekki af mér hornin fyrr en ég kynntist Reykjavíkurdætrum. Þær voru það svalasta sem ég hafði séð og bað þær blákalt um að fá að vera með í hljómsveitinni. Þær voru þá með rappkonukvöld og rétt að byrja sinn feril, þetta var árið 2013. Stuttu síðar tókum við upp myndband við lagið Reykjavíkurdætur og þannig varð nafnið á hljómsveitinni til. Ég elskaði að koma fram með þeim þrátt fyrir að hafa ekki beint upplifað mig sem söngkonu. Það mátti hreinlega allt og við ferðuðumst saman út um allan heim. Þegar ég horfi á þær í dag fyllist ég söknuði. Þær eru svo frábærar. Ég varð hins vegar að láta rappettudrauminn bíða því ég setti alla mína orku í leiklistina.“ Vildi standa mig þúsund prósent Í fjórðu tilraun fékk Ásthildur loksins inngöngu í leiklistarskólann en eitt ár er á milli inntökuprófa. Árin voru því mörg og kröfðust mikillar þrauseigju af hennar hálfu. Eftir að hafa loksins komist inn fann hún að allt var eins og það átti að vera. Þetta var hennar bekkur enda krefst námið mikils traust á milli tíu bekkjarfélaga næstu þriggja ára. Ásthildur vissi í hjartanu að hún yrði að láta leikkonudrauminn rætast. Vísir/VIlhelm Hún ákvað að demba sér beint í námið og sagði því skilið við hljómsveitina. „Ég vildi standa mig þúsund prósent og setti allt annað til hliðar. Ég vann ekkert með námi né gerði neitt annað á þessum tíma. Ég vissi í hjartanu að þetta yrði mín síðasta tilraun og ef ég kæmist ekki inn núna gæti ég þó með sanni sagt að ég hefði reynt allt.“ Erfitt að horfa á eftir öllum vinkonunum komast inn Samtals urðu árin sex meðan Ásthildur beið eftir samþykki í leiklistarnám. Tímann nýtti hún í ýmislegt, tók nokkrar annir í bókmenntafræði og fluttist um tíma til Danmerkur. Til þess að halda sér á leiklistartánum stofnaði hún meðal annarra kvenna í sömu sporum leikhópinn Konubörn og settu þær á svið verk undir sama nafni. Í þriðju tilraun komust allar inn í skólann nema Ásthildur. Hún segir það hafa verið gott spark í rassinn að horfa á eftir öllum vinkonum sínum fá skólagöngu og eftir á að hyggja hafi það verið það besta sem kom fyrir hana. Me too hafði mikil áhrif á bekkinn Bekkur Ásthildar gekk í gegnum töluverðar breytingar á þeim þremur árum sem námið stóð en í fyrsta skipti í tugi ára flutti skólinn um húsnæði. Stuttu síðar skall me too byltingin á með miklum látum og segir Ásthildur það hafa verið erfiða tíma enda vinni leikarar fyrst og fremst með líkama sinn. Það tók Ásthildi fjórar tilraunin á sex árum að komast inn í leiklistarskólann, lykillinn var að læra að sleppa takinu og treysta. Vísir/Vilhelm „Þetta voru þrjú ár af rússíbönum og þú verður að sleppa öllum vörnum og ganga inn í óvissuna. Að treysta var lykillinn fyrir mig og fram að þessum tíma hafði ég ekki hugrekkið í það. Me too hafði sannarlega mikil áhrif. Við vorum að reyna að þreyfa fyrir okkur í breyttu samfélagi, rétt eins og allir aðrir. Það var allt í uppnámi sérstaklega þar sem við vinnum svo fýsískt saman.“ Fann sitt forte innan tónlistarinnar Í skólanum lærði Ásthildur líka að syngja þrátt fyrir að hafa starfað með hljómsveit í fimm ár. „Ég leit aldrei á mig sem söngkonu með Reykjavíkurdætrum. Það var meiri sviðsframkoma og útrás fyrir allskonar gjörningalist. Í skólanum fórum við í gegnum söngnám og þar fann ég hvar áhugasvið mitt liggur. Ásthildur fann sína fjöl hvað sönginn varðar innan leiklistarskólans og gerði að útskriftarverkefni sínu.Vísir/Vilhelm Leikbærir textar sem segja sögur Ég kynntist Kurt Weill og Berthold Brecht en saman sömdu þeir leikrit þar sem þeir drógu lítilmagnann fram í sviðsljósið sem fæstir höfðu áður lagt áherslu á. Þar opnaðist áhugi minn á blús og djassi, Ninu Simone og uppáhalds þýsku söngkonunni minni Ute Lemper sem enginn veit hver er. Þarna fann ég mig og gerði að útskriftarverkefninu mínu. Þetta eru í heildina allt leikbærir textar sem segja sögur og það er nú einmitt það sem við erum alltaf að gera í leikhúsinu, að segja sögur.“ Ófrísk í miðjum heimsfaraldri Draumahlutverkið eftir útskrift var þó ekki á sviðinu heldur í móðurhlutverkinu. „Mig langaði ekkert í leikhúsið í samanburði við það hversu heitt ég þráði að verða mamma og tveimur mánuðum eftir útskrift var ég orðin ófrísk. Svo kom Covid. Ég var fyrirfram kvíðin að ganga með mitt fyrsta barn en að gera það í þessu óvissuástandi reyndi töluvert á. Ég einangraði mig mjög og tók engar áhættur. Þegar kom að fæðingunni voru hlutirnir orðnir örlítið bærilegri og kærastinn minn mátti vera viðstaddur en var þó ekki hleypt með mér inn á vökudeildina eftir að hún var komin í heiminn. Ég þakka fyrir hvað allt gekk vel og við mæðgur máttum fara heim örfáum klukkustundum eftir að hún kom í heiminn. Það er ekkert mikilvægara í þessu ferli en að hafa einhvern sem þú ert með hjartatengingu við.“ Mæðgurnar Ásthildur og Viktoría, Ásthildur hér í hlutverki Línu vinnukonu í leikritinu Emil í Kattholtiaðsend Samhliða fæðingarorlofinu lék Ásthildur í verkinu Last Kvöldmáltíðin eftir Kolfinnu Nikulásdóttur. Litla dóttirin, Viktoría var þá aðeins nokkurra mánaða. Stuttu síðar var henni boðið í prufur í Borgarleikhúsinu sem Lína vinnukona í barnaleikritinu Emil í Kattholti. Hlutverk sem hún hreppti og hefur síðan þá verið fastráðin við leikhúsið. Svartþröstur stærsta hlutverkið „Ég byrjaði í Borgó árið 2021 í Emil og fór þaðan yfir í Macbeth undir leikstjórn Ursule Bartosevicicute sem er algjörlega frábær. Vonandi fæ ég að vinna meira með henni í framtíðinni. Þaðan fór ég yfir í verkið Svartþröstur sem við Valur Freyr lékum tvö á Litla sviðinu. Ég dáðist af hugrekki Brynhildar Borgarleikhússtjóra fyrir að treysta mér fyrir því hlutverki. Við erum bara tvö á sviðinu allan tímann og það má lítið út af bera. Það hlutverk reyndist mér stórt ábyrgðarlega séð en viðtökurnar hafa ekki síður verið frábærar. Maður þarf að gefa sig allan í að svona verkefni gangi upp en það gerir hlutina þeim mun meira spennandi.“ Tilnefnd sem aðal- og aukaleikkona Og Ásthildur stóðst svo sannarlega væntingar því hún hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna bæði fyrir leik sinn í Macbeth og Svartþresti. Hvernig var sú tilfinning? „Auðvitað finnst öllum gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf en þú býst ekki endilega við því. Það er alltaf einhver þarna úti sem fær ekki tilnefningu þó hann eigi það 100% skilið og því getur brugðið til beggja vona. Þegar manni finnst maður hafa staðið sig vel er þetta auðvitað bara gaman. Ásthildur segist fá staðfestingu á góðu starfi í gegnum viðbrögð áhorfenda. Vísir/Vilhelm Satt best að segja verð ég svolítið feimin og veit ekki hvað ég á að gera við þetta. Staðfestingu á að verk hafi gengið vel fæ ég annarstaðar frá. Sérstaklega með Svartþröst, ég hef aldrei upplifað það áður að fólk komi að mér eftir að hafa séð verkið og fundið sig knúið að segja mér frá hlutum sem það hafði upplifað einfaldlega af því verkið hreyfði svo mikið við því. Fyrir mér er það staðfestingin og það eru verðlaunin að maður sé að gera eitthvað rétt. Þar fæ ég fyllingu í hjartað og sjálfstraustið um að ég sé á réttri braut.“ Langar mest að elta sólina Spurð hvort markmiðið sé að verða fræg segir Ásthildur það af og frá. Hún upplifi þó töluverða frægð frá börnum í gegnum hlutverk sitt sem Bjöllu í Stundinni okkar. „Krakkar stoppa mig oft og vilja spjalla því þau þekkja vel hana Bjöllu mína. Ég hef gaman að því. Annars vil ég ekki sjá neina frægð og hugsa aldrei út í slíkt.“ En hvað er framundan í sumar? „Eftir tökur á Stundinni okkar fer ég í langþráð sumarfrí. Svo taka við nokkur spennandi verkefni innan Borgarleikhússins í haust. Mig langar mest að elta sólina og tjalda í fallegu náttúrunni okkar,“ segir Ásthildur að lokum.
Ástin og lífið Leikhús Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira