Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2023 23:20 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Wouter van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus, handsala kaupsamninginn að lokinni undirskrift. Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að skrifað var undir samninginn í morgun í kjölfar viljayfirlýsingar fyrir þremur mánuðum. Hann hljóðar upp á kaup á þrettán A321XLR flugvélum og kauprétt á tólf vélum sömu tegundar til viðbótar. Afhending hefst árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál. „Þetta er ein stærsta ákvörðun sem Icelandair hefur tekið í 86 ára sögu. Þannig að þetta eru mjög stór tímamót og ánægjuleg,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og kveðst alveg geta trúað því að þetta sé einhver stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. „Það hefur lengi verið markmið okkar að byrja að vinna með Icelandair. Dagurinn í dag er því sögulegur dagur fyrir Airbus,“ segir Wouter Van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus. „Við erum mjög stoltir yfir að þeir skyldu velja okkur og fá 321-XLR þotur, sem eru frábærar flugvélar og henta mjög vel fyrir Icelandair,“ segir Van Wersch. Icelandair hyggst ekki bíða í sex ár eftir Airbus-þotum heldur hefur jafnframt gert leigusamning um fjórar nýjar A321LR, sem verða afhentar fyrir lok næsta árs, en þeim er ætlað að leysa af 757-þoturnar. Airbus A321XLR í litum Icelandair.Airbus „Þetta eru miklu hagkvæmari vélar hvað varðar eldsneytiseyðslu og rekstur og búa þar af leiðandi til tækifæri á nýjum áfangastöðum og aukinni tíðni á núverandi áfangastaði. Þannig að þróunarmöguleikar leiðakerfisins munu aukast strax og við fáum þessar vélar inn til okkar,“ segir Bogi en reiknað sé með að árið 2026 verði síðasta ár 757-vélanna í farþegaflugi félagsins. XLR vélarnar hafa allt að ellefu klukkustunda flugþol og segja Airbus-menn þær koma með nýju farþegarými af sömu gæðum og í breiðþotu. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, ásamt tveimur aðstoðarforstjórum Airbus, þeim Kimon Sotiropoulos, til vinstri, og Wouter Van Wersch, til hægri, í veðurblíðunni á Austurvelli að lokinni undirskrift.Sigurjón Ólason „Farþegunum mun líða mjög vel og þessar flugvélar geta farið í lengri ferðir. Allt þetta með mun hagkvæmari eldsneytisnotkun á hvert sæti því þær eyða 30% minna eldsneyti samanborið við eldri gerðir flugvéla sem þær leysa af hólmi,“ segir Wouter Van Wersch. „Svo hvað sjálfbærni varðar, þægindi farþega og hagkvæmni eru þetta fullkomnar flugvélar fyrir Icelandair,“ segir aðstoðarforstjóri Airbus. Forstjóri Icelandair bætir við að XLR-vélin geti gert mun meira en 757-vélin. „Farið niður eftir vesturströnd Bandaríkjanna og lengra í austur. Og í rauninni lengra í allar áttir. Þannig að þetta býr til veruleg tækifæri fyrir þróun á okkar leiðakerfi á næstu árum,“ segir Bogi Nils. Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. 6. júlí 2023 12:05 Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29 Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að skrifað var undir samninginn í morgun í kjölfar viljayfirlýsingar fyrir þremur mánuðum. Hann hljóðar upp á kaup á þrettán A321XLR flugvélum og kauprétt á tólf vélum sömu tegundar til viðbótar. Afhending hefst árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál. „Þetta er ein stærsta ákvörðun sem Icelandair hefur tekið í 86 ára sögu. Þannig að þetta eru mjög stór tímamót og ánægjuleg,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og kveðst alveg geta trúað því að þetta sé einhver stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. „Það hefur lengi verið markmið okkar að byrja að vinna með Icelandair. Dagurinn í dag er því sögulegur dagur fyrir Airbus,“ segir Wouter Van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus. „Við erum mjög stoltir yfir að þeir skyldu velja okkur og fá 321-XLR þotur, sem eru frábærar flugvélar og henta mjög vel fyrir Icelandair,“ segir Van Wersch. Icelandair hyggst ekki bíða í sex ár eftir Airbus-þotum heldur hefur jafnframt gert leigusamning um fjórar nýjar A321LR, sem verða afhentar fyrir lok næsta árs, en þeim er ætlað að leysa af 757-þoturnar. Airbus A321XLR í litum Icelandair.Airbus „Þetta eru miklu hagkvæmari vélar hvað varðar eldsneytiseyðslu og rekstur og búa þar af leiðandi til tækifæri á nýjum áfangastöðum og aukinni tíðni á núverandi áfangastaði. Þannig að þróunarmöguleikar leiðakerfisins munu aukast strax og við fáum þessar vélar inn til okkar,“ segir Bogi en reiknað sé með að árið 2026 verði síðasta ár 757-vélanna í farþegaflugi félagsins. XLR vélarnar hafa allt að ellefu klukkustunda flugþol og segja Airbus-menn þær koma með nýju farþegarými af sömu gæðum og í breiðþotu. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, ásamt tveimur aðstoðarforstjórum Airbus, þeim Kimon Sotiropoulos, til vinstri, og Wouter Van Wersch, til hægri, í veðurblíðunni á Austurvelli að lokinni undirskrift.Sigurjón Ólason „Farþegunum mun líða mjög vel og þessar flugvélar geta farið í lengri ferðir. Allt þetta með mun hagkvæmari eldsneytisnotkun á hvert sæti því þær eyða 30% minna eldsneyti samanborið við eldri gerðir flugvéla sem þær leysa af hólmi,“ segir Wouter Van Wersch. „Svo hvað sjálfbærni varðar, þægindi farþega og hagkvæmni eru þetta fullkomnar flugvélar fyrir Icelandair,“ segir aðstoðarforstjóri Airbus. Forstjóri Icelandair bætir við að XLR-vélin geti gert mun meira en 757-vélin. „Farið niður eftir vesturströnd Bandaríkjanna og lengra í austur. Og í rauninni lengra í allar áttir. Þannig að þetta býr til veruleg tækifæri fyrir þróun á okkar leiðakerfi á næstu árum,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. 6. júlí 2023 12:05 Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29 Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. 6. júlí 2023 12:05
Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29
Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12