Um orðskrípagerð aktívista Eldur Ísidór skrifar 7. júlí 2023 07:30 Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun