Telur rétt að yfirvöld fái auknar heimildir til að tryggja þjóðaröryggi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2023 13:01 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að frumvarp dómsmálaráðherra um auknar heimildir lögreglu hefði aukið mögulega yfirvalda á því að tryggja þjóðaröryggi. Vísir/Steingrímur Dúi Utanríkisráðherra segir að í ljósi breyttrar stöðu öryggismála sé eðlilegt að umræða fari fram hér á landi um heimildir stjórnvalda til eftirlits í þágu þjóðaröryggis. Þó sé mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira