Innlent

Hrókeringar í utan­ríkis­þjónustunni

Atli Ísleifsson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni.

Á vef stjórnarráðsins segir að Árni Þór Sigurðsson sendiherra muni flytjast frá sendiráði Íslands í Moskvu í starf sendiherra í Kaupmannahöfn frá 1. ágúst. 

„Helga Hauksdóttir sendiherra flyst þá frá sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í stöðu sendiherra og fastafulltrúa í Vín. Kristín A. Árnadóttir sendiherra lætur af störfum í utanríkisþjónustunni.

Hildigunnur Engilbertsdóttir, þróunarsamvinnufulltrúi hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, verður forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala í Úganda frá 1. ágúst og Þórdís Sigurðardóttir, núverandi forstöðumaður, flyst til starfa í ráðuneytinu.

Ásdís Bjarnadóttir flyst frá þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins í starf forstöðumanns sendiráðs Íslands í Freetown í Síerra Leóne sem gert er ráð fyrir að verði opnað síðar á árinu.

Ofangreindar breytingar eru háðar samþykki viðkomandi stjórnvalda,“ segir á vef ráðuneytisins.


Tengdar fréttir

Sendi­herrann pakkar saman og kveður Moskvu

Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×