Mannréttindi eiga að vera í forgangi Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. júlí 2023 16:00 Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru. Umrædd þingmál er hvergi að finna í stefnuskrá Vinstri Grænna. Hér virðist sem hún hafi tekið upp mál forvera síns í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og gert að sínum. Í sömu mund virðir hún vettugi skýra stefnu flokks síns um að efla strandveiðar. Ekki hefur hún lagt neitt til um að auka og efla strandveiðar heldur snúast frumvörp hennar um að skipta niður einhverri hungurlús til strandveiðimanna. Hún réð jú fyrrverandi forstjóra Granda í það hlutverk að sverta strandveiðar í löngu máli undir slagorðinu „Auðlindin okkar.“ Ef litið er út frá sjónarhóli markmiða laga um stjórn fiskveiða um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar með byggðafestu og auknum fiskafla, þá er augljóst að kvótakerfið hefur brugðist. Kerfið hefur brotið í bága við réttlætiskennd þjóðarinnar og hlotið áfellisdóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Íslensk stjórnvöld lofuðu að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar og var fyrsti liðurinn í því að koma á strandveiðikerfinu, en því samhliða var lofað að endurskoða fiskveiðikerfið með það að markmiði að auka jafnræði borgaranna til þess að nýta og njóta sameiginlegra auðlinda í efnahagslögsögunni. Það er alveg ljóst að strandveiðar falla að öllum yfirlýstu markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar tryggja byggðafestu, undirstrika að auðlindin er í eigu íslensku þjóðarinnar og strandveiðiaflinn er jafnan seldur á frjálsum fiskmörkuðum, þar sem allir landsmenn geta keypt. Að lokum þá stuðla handfæraveiðar að verndun og hagkvæmri nýtingu, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ofveiða fiskistofna með handfærum. Þessar staðreyndir virðist vera mjög framandi fyrir ráðherra Vinstri Grænna sem setur hagsmuni aflmikilla togskipa og sjávarútvegsrisanna í algeran forgang. Mannréttindi eiga ekki að mæta afgangi Flokkur fólksins krefst þess að matvælaráðherra tryggi strandveiðibátum þegar í stað að minnsta kosti 48 veiðidaga í ár. Setjum mannréttindi og jafnræði í forgang. Þessi sjónarmið mega aldrei mæta afgangi. Ef matvælaráðherra stöðvar veiðarnar á þeim forsendum að einhver hungurlús sem hún skammtaði sjálf er uppurin, þá er það pólitískur yfirdrepsskapur og lýsir pólitísku kjarkleysi. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mannréttindi Flokkur fólksins Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru. Umrædd þingmál er hvergi að finna í stefnuskrá Vinstri Grænna. Hér virðist sem hún hafi tekið upp mál forvera síns í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og gert að sínum. Í sömu mund virðir hún vettugi skýra stefnu flokks síns um að efla strandveiðar. Ekki hefur hún lagt neitt til um að auka og efla strandveiðar heldur snúast frumvörp hennar um að skipta niður einhverri hungurlús til strandveiðimanna. Hún réð jú fyrrverandi forstjóra Granda í það hlutverk að sverta strandveiðar í löngu máli undir slagorðinu „Auðlindin okkar.“ Ef litið er út frá sjónarhóli markmiða laga um stjórn fiskveiða um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar með byggðafestu og auknum fiskafla, þá er augljóst að kvótakerfið hefur brugðist. Kerfið hefur brotið í bága við réttlætiskennd þjóðarinnar og hlotið áfellisdóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Íslensk stjórnvöld lofuðu að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar og var fyrsti liðurinn í því að koma á strandveiðikerfinu, en því samhliða var lofað að endurskoða fiskveiðikerfið með það að markmiði að auka jafnræði borgaranna til þess að nýta og njóta sameiginlegra auðlinda í efnahagslögsögunni. Það er alveg ljóst að strandveiðar falla að öllum yfirlýstu markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar tryggja byggðafestu, undirstrika að auðlindin er í eigu íslensku þjóðarinnar og strandveiðiaflinn er jafnan seldur á frjálsum fiskmörkuðum, þar sem allir landsmenn geta keypt. Að lokum þá stuðla handfæraveiðar að verndun og hagkvæmri nýtingu, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ofveiða fiskistofna með handfærum. Þessar staðreyndir virðist vera mjög framandi fyrir ráðherra Vinstri Grænna sem setur hagsmuni aflmikilla togskipa og sjávarútvegsrisanna í algeran forgang. Mannréttindi eiga ekki að mæta afgangi Flokkur fólksins krefst þess að matvælaráðherra tryggi strandveiðibátum þegar í stað að minnsta kosti 48 veiðidaga í ár. Setjum mannréttindi og jafnræði í forgang. Þessi sjónarmið mega aldrei mæta afgangi. Ef matvælaráðherra stöðvar veiðarnar á þeim forsendum að einhver hungurlús sem hún skammtaði sjálf er uppurin, þá er það pólitískur yfirdrepsskapur og lýsir pólitísku kjarkleysi. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun