Lífið

Eru góðar vin­konur en rífast líka eins og systur

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít eru yfirleitt góðar vinkonur en eru dálítið stríðnar og rífast stundum.
Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít eru yfirleitt góðar vinkonur en eru dálítið stríðnar og rífast stundum. Vísir/Vilhelm

Eftir stutt veikindi er Litla Grá á batavegi og fer fljótt út í Klettsvík aftur með systur sinni. Þær una sér þó nokkuð vel á meðan í Mjaldrasafninu í Vestmanneyjum. 

Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu til Vestmannaeyja árið 2019 frá Kína en í Vestmannaeyjum er athvarf fyrir hvali og önnur sjávardýr. Allt frá því að þær komu til landsins hefur verið unnið að því að koma þeim út í sjólaugina í Klettsvík en til þess að koma þeim þangað þurfti að kynna þær fyrir íslensku veðri og hitastigi.

Eftir langa aðlögun voru þær komnar út en í síðasta mánuði veiktist önnur þeirra og voru þær báðar í kjölfarið fluttar inn. Systrunum líkar illa að vera aðskildar og er nú unnið að því að koma þeim aftur út í Klettsvíkina.


Tengdar fréttir

„Njósna­mjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Sví­þjóð

Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn.

Síðasta Boeing 747-þotan úr flugvélaverksmiðjunni

Síðasta eintak júmbóþotunnar, eða Boeing 747, fór út úr samsetningarverksmiðju Boeing í borginni Everett norðan Seattle í Washington-ríki í gærkvöldi. Þetta er fraktvél af undirtegundinni 747-8 og verður afhent bandaríska vöruflutningafélaginu Atlas Air snemma á næsta ári.

Mjaldrarnir við hestaheilsu og fá nýja laug

Sérhannaðri umönnunarlaug hefur verið komið fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum svo tvær Mjaldrasystur, sem hafa síðustu mánuði verið í innilaug, geti aðlagast náttúrunni betur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×