Innlent

Björt og hlý helgi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sumarveður í Reykjavík.
Sumarveður í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Von er allt að 23 stiga hita á Suðurlandi í dag. Hitinn mun þó líklega ná tuttugu stigum í fleiri landshlutum í dag. Svalast verður fyrir austan og fyrir norðan en von er á sambærilegu veðri á morgun.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að búist sé við breytilegri átt, þrír til átta metrar á sekúndu í dag, og víða verði þurrt og bjart veður. Hiti verði fimmtán til 23 stig. Þó verði lítils háttar væta við austurströndina og þokubakkar við norðurströnd landsins en svala verður á þessum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Víða léttskýjað, en þokubakkar við norðurströndina og líkur á rigningu austanlands síðdegis. Hiti 15 til 23 stig, hlýjast á Suðurlandi. Svalara úti við norður- og austurströndina.

Á mánudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en dálítil væta um tíma sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðlæg eða breytileg átt. Skýjað norðaustantil, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti frá 6 stigum á Norðausturlandi, upp í 17 stig suðvestantil.

Á fimmtudag og föstudag:

Norðanátt og dálítil rigning norðanlands, en stöku skúrir syðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×