Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 10:58 Skólastjóri Laugarnesskóla og fleira starfsfólk í skólanum hefur þurft að hætta vegna myglu. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. „Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“ Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“
Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira