Lífið

Segir jörðina liðast í sundur á Reykja­nesi

Árni Sæberg skrifar
Kyana hefur búið á landinu frá árinu 2020 en aldrei upplifað annað eins.
Kyana hefur búið á landinu frá árinu 2020 en aldrei upplifað annað eins. Vísir/arnar/Kyana Sue Powers

Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu.

Kyana Sue Powers hefur búið á Íslandi frá árinu 2020 og ferðast um landið og deilt upplifun sinni með tæplega hálfri milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum.

„Rétt í þessu fann ég fyrir jarðskjálfta af stærðinni 5,1 rétt undir fótum mér. Ég er í lagi en þetta hlýtur að vera það ógnvænlegasta og klikkaðasta sem ég hef upplifað,“ sagði hún í hringrás (e. story) á Instagram í nótt.

Þá segir hún grjóthnullunga hafa losnað úr hrauni við Keili og rúllað um svæðið á óreiðulegan hátt og deilir mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. Hún segir einnig að sprungur hafi myndast á yfirborði hraunsins og að gufa stígi upp úr jörðinni þar sem hún gerði það ekki áður.


Tengdar fréttir

Kyana verður ekki send úr landi

Áhrifavaldurinn Kyana Sue Power verður ekki send úr landi líkt og átti að gera síðar í mánuðinum. Í dag fékk hún dvalar- og atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun. 

„Ég vil vera á Íslandi því þetta er heimilið mitt“

Davíð Goði Þorvarðarson gerði myndband um mögulega brottvísun Kyönu Sue Powers frá Íslandi sem hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Á innan við sólarhring voru vel yfir fimmtán þúsund manns búnir að sjá það á Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.