Ásdís Hlökk Theodórsdóttir lét af störfum sem forstjóri í lok ágúst í fyrra eftir að hafa gegnt henni í níu ár. Hún sneri sér að kennslu og rannsóknum í doktorsnámi við Háskóla Íslands.
Ólafur Árnason var settur í embætti forstjóra við brotthvarf Ásdísar en hann hafði þá verið staðgengill forstjóra meðframt hlutverki sínu sem forstöðumaður nýsköpunar og þróunar.
Umsækjendur eru í stafrófsröð.
- Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar
- Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi
- Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi
- Sigurbjörn Adam Baldvinsson, framkvæmdastjóri
Þriggja manna hæfnisnefnd mun meta umsækjendur í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir. Hæfnisnefndin mun skila niðurstöðum í álitsgerð til ráðherra.