Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2023 12:08 Höfnin í Barcelona. Þar spúa skemmtiferðaskip út mestri mengun af öllum höfnum Evrópu. Paco Freire/Getty Images Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn. Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn.
Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50
Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22