Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. júlí 2023 11:50 Valencia á Spáni. Rauðar og appelsínugular viðvaranir voru í mörgum borgum og héruðum Spánar í vikunni. Fullorðið fólk þarf einna helst að gæta sín á hitanum. Rober Solsona/Getty Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. Sumarið 2022 það heitasta síðan 1880 Funheit hitabylgja réði ríkjum víðast hvar hér á Spáni í vikunni og minnti illþyrmilega á sumarið í fyrra, sem var það heitasta í Evrópu síðan mælingar hófust árið 1880. Og margir óttast að enn sé það versta eftir. Í þessari sömu viku voru niðurstöður rannsóknar á dauðsföllum í 35 ríkjum í Evrópu vegna hita sumarið 2022 kynntar í tímaritinu Nature Medicine. Þar kemur fram að rekja megi 61.672 dauðsföll beint til mikils hita. Það er rúmlega 40% fleiri dauðsföll en voru að meðaltali á árunum 2015 til 2021 rakin til hás hita. Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að þessi rannsókn sýni hve knýjandi það er fyrir yfirvöld í hverju ríki álfunnar og Evrópusambandið að grípa til róttækra aðgerða vilji þau stöðva þessa geigvænlegu þróun en spár vísindamanna til næstu ára gefi ekki tilefni til bjartsýni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað á Ítalíu, 18.010 og á Spáni, 11.324, þannig að um helmingur dauðsfalla vegna hita í Evrópu átti sér stað í þessum tveimur Miðjarðarhafslöndum. Athygli vekur að í skýrslunni kemur fram að tvö dauðsföll á Íslandi í fyrra megi rekja til hita. Svona háar tölur hafa ekki sést síðan sumarið 2003, en það var óvenju heitt og það sumar er talið að tæplega 72.000 manns hafi dáið vegna hita í Evrópu. Eldra fólk verður aðallega hitanum að bráð Langflestir þeirra sem létust vegna hita eru í elstu aldurshópunum og einungis 4.822 dauðsföll hjá fólki undir 65 ára aldri má rekja til hita. Þá dóu fleiri konur en karlar. Verst var ástandið á milli 11. júlí og 14. ágúst, en þá voru skæðar hitabylgjur tíðar og víða í álfunni. Það er einmitt það tímabil sem við erum að skríða inn í núna og því viðbúið að margir krossi fingur og biðji um örlítið meiri andvara þessi dægrin. Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Sumarið 2022 það heitasta síðan 1880 Funheit hitabylgja réði ríkjum víðast hvar hér á Spáni í vikunni og minnti illþyrmilega á sumarið í fyrra, sem var það heitasta í Evrópu síðan mælingar hófust árið 1880. Og margir óttast að enn sé það versta eftir. Í þessari sömu viku voru niðurstöður rannsóknar á dauðsföllum í 35 ríkjum í Evrópu vegna hita sumarið 2022 kynntar í tímaritinu Nature Medicine. Þar kemur fram að rekja megi 61.672 dauðsföll beint til mikils hita. Það er rúmlega 40% fleiri dauðsföll en voru að meðaltali á árunum 2015 til 2021 rakin til hás hita. Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að þessi rannsókn sýni hve knýjandi það er fyrir yfirvöld í hverju ríki álfunnar og Evrópusambandið að grípa til róttækra aðgerða vilji þau stöðva þessa geigvænlegu þróun en spár vísindamanna til næstu ára gefi ekki tilefni til bjartsýni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað á Ítalíu, 18.010 og á Spáni, 11.324, þannig að um helmingur dauðsfalla vegna hita í Evrópu átti sér stað í þessum tveimur Miðjarðarhafslöndum. Athygli vekur að í skýrslunni kemur fram að tvö dauðsföll á Íslandi í fyrra megi rekja til hita. Svona háar tölur hafa ekki sést síðan sumarið 2003, en það var óvenju heitt og það sumar er talið að tæplega 72.000 manns hafi dáið vegna hita í Evrópu. Eldra fólk verður aðallega hitanum að bráð Langflestir þeirra sem létust vegna hita eru í elstu aldurshópunum og einungis 4.822 dauðsföll hjá fólki undir 65 ára aldri má rekja til hita. Þá dóu fleiri konur en karlar. Verst var ástandið á milli 11. júlí og 14. ágúst, en þá voru skæðar hitabylgjur tíðar og víða í álfunni. Það er einmitt það tímabil sem við erum að skríða inn í núna og því viðbúið að margir krossi fingur og biðji um örlítið meiri andvara þessi dægrin.
Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira