Negla Damirs kom Gísla ekki á óvart: Hef séð þetta nokkrum sinnum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:31 Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson í viðtali eftir sigurinn á Shamrock Rovers í gær. breidablik_fotbolti Kristinn Steindórsson og Gísla Eyjólfsson mættu í viðtal eftir 1-0 sigur Breiðabliks á írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira