Ásakanirnar birti hún á Twitter örfáum dögum eftir að Sarah Brady, fyrrverandi kærasta Hill sakaði hann um að hafa beitt sig tilfinningalegu ofbeldi í sambandi þeirra sem lauk árið 2021. Lýsti Brady því og birti skilaboð leikarans þar sem hann telur upp ýmislegt sem honum þótti ekki við hæfi að hún gerði á meðan þau væru saman. Sagði hann að um mörk sín væri að ræða.
Nikolas segir í Twitter færslu að hún hafi verið í partýi hjá bandaríska leikaranum Justin Long ásamt Jonah Hill og fleiri leikurum árið 2008, þegar hún var sextán ára gömul og hann 24 ára. Þau hafi farið út að reykja og hún beðið hann um sígarettu.
„Hann rétti mér hana ekki, sem mér þótti furðulegt og þegar ég bað hann um hana þá sagði hann ekki neitt heldur ýtti mér að hurðinni og tróð tungunni sinni upp í mig,“ skrifar leikkonan á Twitter. Hún segist hafa ýtt honum af sér og flúið af hólmi.
Bandaríski miðillinn PageSix hefur eftir talsmanni Jonah Hill að hann þvertaki fyrir ásakanir leikkonunnar. Hann kannist ekki við að þessir atburðir hafi átt sér stað. Hefur miðillinn hins vegar eftir leikkonunni að hún standi við sína frásögn. Hún hafi ekki þorað að segja foreldrum sínum frá á sínum tíma þar sem hún hafi ekki mátt vera í partýinu.
Just to note #JonahHill said if I wanted the cig I had to come with him outside to get it. He didn t wanna go all alone . They were all aware I was 16.
— Alexa Nikolas (@alexanikolas__) July 9, 2023