Milka: Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 11:01 Viðtalið við Domynikas Milka var tekið fyrir framan bikarskápinn í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Domynikas Milka skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Njarðvík og mun því færa sig á milli erkifjendanna í Reykjanesbæ. Milka hefur spilað með nágrönnunum í Keflavík undanfarin fjögur tímabil. Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira