Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Við fylgjumst áfram með gosinu við Litla-Hrút í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. 

Gönguleiðinni að eldstöðinni hefur nú verið lokað af lögreglu og verður hún lokuð fram á laugardag hið minnsta. Ástæðan er óhagstæð vindátt og mikill reykjarmökkur sem umlykur svæðið. 

Einnig heyrum við sögu afganskrar móður sem sér fram á að lenda á götunni í dag ásamt ungu barni sínu. Fyrrverandi talsmaður hennar segir engan vilja bera ábyrgð á henni en ekki er hægt að senda hana aftur til Ítalíu sem stendur, en hún kom þaðan hingað til lands.

Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu

Einnig heyrum við í skipuleggjendum Símamótsins svokallaða þar sem knattspyrnustúlkur koma saman á einu stærsta íþróttamóti ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×