Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sitt annað lag undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. „Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023 Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira