Skemmtum okkur fallega í sumar Drífa Snædal skrifar 14. júlí 2023 07:02 Sumarið er tíminn! Tíminn þar sem fólk nýtur sumarnótta, skemmtir sér, fer í útilegur og prófar sig áfram í samskiptum. Því miður er sumarið líka tíminn þar sem menn hafa beitt ofbeldi (eins og á öðrum tímum ársins) og á stundum nýtt sér óreiðu og varnarleysi til að ganga yfir mörk og virða ekki samþykki. Samþykki er forsenda þess að fólk stundi kynlíf en beiti ekki ofbeldi en ofbeldi og kynlíf er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman! En hvað er hægt að gera til að sumarið verði ánægjulegt fyrir öll, fólk skemmti sér fallega og öll koma heil heim af útihátíðum. Við því er einfalt svar: Ekki beita ofbeldi! Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að velja að vera ekki ofbeldismaður. Það er ekki að konur og önnur passi sig, passi hver aðra, drekki sig ekki fullar eða séu einar á ferð. Það má og er aldrei ástæða fyrir að vera beitt ofbeldi. Við getum hins vegar öll lagt okkar af mörkum til að ofbeldismenning þrífist ekki og dregið þar með úr hættunni á að aðrir beiti ofbeldi. Stígamót hafa tekið saman þrjá punkta til að minna fólk á hvernig hægt er að taka afstöðu gegn ofbeldi og með því óskum við landsmönnum öllum áframhaldandi gleðilegs og fallegs sumars: Ég stunda ekki kynlíf eða önnur kynferðismök með manneskju sem 1) gefur ekki samþykki, 2) er ekki í aðstöðu eða ástandi til að gefa samþykki, og 3) dregur samþykki sitt til baka á einhvern hátt hvort sem það sé með orðum eða hátterni. Ég hlæ ekki né bregst jákvætt við drusluskömmun, nauðgunarbröndurum eða réttlætingu á kynferðisofbeldi. Ég styð fólk í kringum mig sem hefur orðið fyrir ofbeldi og geri ekki lítið úr upplifun eða líðan þeirra. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn! Tíminn þar sem fólk nýtur sumarnótta, skemmtir sér, fer í útilegur og prófar sig áfram í samskiptum. Því miður er sumarið líka tíminn þar sem menn hafa beitt ofbeldi (eins og á öðrum tímum ársins) og á stundum nýtt sér óreiðu og varnarleysi til að ganga yfir mörk og virða ekki samþykki. Samþykki er forsenda þess að fólk stundi kynlíf en beiti ekki ofbeldi en ofbeldi og kynlíf er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman! En hvað er hægt að gera til að sumarið verði ánægjulegt fyrir öll, fólk skemmti sér fallega og öll koma heil heim af útihátíðum. Við því er einfalt svar: Ekki beita ofbeldi! Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að velja að vera ekki ofbeldismaður. Það er ekki að konur og önnur passi sig, passi hver aðra, drekki sig ekki fullar eða séu einar á ferð. Það má og er aldrei ástæða fyrir að vera beitt ofbeldi. Við getum hins vegar öll lagt okkar af mörkum til að ofbeldismenning þrífist ekki og dregið þar með úr hættunni á að aðrir beiti ofbeldi. Stígamót hafa tekið saman þrjá punkta til að minna fólk á hvernig hægt er að taka afstöðu gegn ofbeldi og með því óskum við landsmönnum öllum áframhaldandi gleðilegs og fallegs sumars: Ég stunda ekki kynlíf eða önnur kynferðismök með manneskju sem 1) gefur ekki samþykki, 2) er ekki í aðstöðu eða ástandi til að gefa samþykki, og 3) dregur samþykki sitt til baka á einhvern hátt hvort sem það sé með orðum eða hátterni. Ég hlæ ekki né bregst jákvætt við drusluskömmun, nauðgunarbröndurum eða réttlætingu á kynferðisofbeldi. Ég styð fólk í kringum mig sem hefur orðið fyrir ofbeldi og geri ekki lítið úr upplifun eða líðan þeirra. Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar