Kassabílar við vígslu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2023 20:31 Félagarnir Hrafnkell Máni og Snorri á kassabílnum, sem þeir smíðuðu sjálfir. Snorri tekur hér á móti árnaðaróskum í símanum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og kassabílar voru í aðalhlutverki í dag þegar ný tvíbreið brú var formlega opnuð yfir Stóru – Laxá, sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira