Madrid og Macron vilja halda kappakstur Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:30 Mótið á Silverstone-brautinni í Bretlandi var haldin um síðustu helgi. Vísir/Getty Það er eftirsótt að halda Formúlu 1 keppni og nú vill Madrid að keppni varði haldin í spænsku höfuðborginni í framtíðinni. Þá vill Frakklandsforseti sömuleiðis fá formúlusirkusinn oftar til landsins. Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári. Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári.
Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira