Frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks þurfi að taka fyrir í haust Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. júlí 2023 12:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir Alþingi þurfa að taka fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks í haust. Vísir/Sigurjón Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki skilja ákvörðun ríkissaksóknara um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum. Ábyrgðin liggi nú hjá heilbrigðisráðherra sem hafi margoft lofað frumvarpi um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem var ákærð fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknuð í málinu þar sem dómurinn taldi ósannað að hún hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ákvörðun ríkissaksóknara óskiljanlega. „Það er búið að sýkna í þessu máli. Niðurstaðan er komin. Í rauninni finnst mér boltinn vera núna hjá ráðherra sem margoft hefur lofað að koma fram með frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks sem ég hef oft minnst á áður,“ segir Guðbjörg. Ábyrgð heilbrigðisstofnana sé mikil, þar á meðal Landspítala. „Og náttúrulega full þörf á þessi heilbrigðisstofnun eins og stjórnvöld fari í naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig en ég sé enga ástæðu til að halda áfram með þetta mál,“ segir hún jafnframt. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið sé undir mannað og að mál hjúkrunarfræðingsins nái til alls heilbrigðisstarfsfólks. „Það er mjög mikill uggur, þetta er ekki fyrsta málið sem hefur komið upp og enn erum við að standa frammi fyrir þessu. Hvað er það sem á að fá þau til að mæta á undir mannaða vakt eða standa eftir undir mannaðri vakt með alla þessa ábyrgð og ábyrgðin virðist vera engin hjá heilbrigðisstofnunum,“ segir Guðbjörg og að því þurfi að breyta. „Við munum halda áfram að horfa upp á áframhaldandi skort á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki ef ekki verði brugðist mjög snögg við og þetta frumvarp tekið fyrir á Alþingi í haust.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem var ákærð fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknuð í málinu þar sem dómurinn taldi ósannað að hún hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ákvörðun ríkissaksóknara óskiljanlega. „Það er búið að sýkna í þessu máli. Niðurstaðan er komin. Í rauninni finnst mér boltinn vera núna hjá ráðherra sem margoft hefur lofað að koma fram með frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks sem ég hef oft minnst á áður,“ segir Guðbjörg. Ábyrgð heilbrigðisstofnana sé mikil, þar á meðal Landspítala. „Og náttúrulega full þörf á þessi heilbrigðisstofnun eins og stjórnvöld fari í naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig en ég sé enga ástæðu til að halda áfram með þetta mál,“ segir hún jafnframt. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið sé undir mannað og að mál hjúkrunarfræðingsins nái til alls heilbrigðisstarfsfólks. „Það er mjög mikill uggur, þetta er ekki fyrsta málið sem hefur komið upp og enn erum við að standa frammi fyrir þessu. Hvað er það sem á að fá þau til að mæta á undir mannaða vakt eða standa eftir undir mannaðri vakt með alla þessa ábyrgð og ábyrgðin virðist vera engin hjá heilbrigðisstofnunum,“ segir Guðbjörg og að því þurfi að breyta. „Við munum halda áfram að horfa upp á áframhaldandi skort á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki ef ekki verði brugðist mjög snögg við og þetta frumvarp tekið fyrir á Alþingi í haust.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25