Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2023 15:14 Hæstiréttur tekur launamál dómara fyrir. Vísir/Vilhelm Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að Tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Allir sammála um að fara beint í Hæstarétt Ríkið vildi ekki una niðurstöðunni og óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir af Hæstarétti án viðkomu í Landsrétti. Ástríður gerði ekki athugasemdir við það mat ríkisins að uppfyllt séu lagaskilyrði til að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar. Ríkið byggði á því að niðurstaða málsins hafi verulegt fordæmisgildi. Vísaði það til þess að ágreiningur málsins lúti að launauppfærslu fjölda fólks, meðal annars alþingismanna, ráðherra og tiltekinna embættismanna, til að mynda dómara, saksóknara, lögreglustjóra og seðlabankastjóra, ráðuneytisstjóra og ríkissáttasemjara, sem allir hafi fengið sambærilegt bréf og Ástríður. Niðurstaða málsins varði einnig þá sem taka eftirlaun í samræmi við laun þessa hóps. Þá taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi almenna þýðingu við túlkun og beitingu á tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga og almennum efnisreglum stjórnsýsluréttar. Loks taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi verulega samfélagslega þýðingu enda verði að gera ríkar kröfur þegar komi að réttindum og skyldum þess hóps sem ákvarðanirnar vörðuðu. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá eru ekki til staðar í málinu þær aðstæður á þessu stigi sem komið geta í veg fyrir að leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991, sbr. lög nr. 134/2022. Beiðni um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Allir dómarar vanhæfir Þar sem málið varðar laun allra dómara landsins eru þeir eðli málsins samkvæmt allir vanhæfir til þess að fjalla um það. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember síðasta árs. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Við töku ákvörðunar Hæstaréttar um málskotsbeiðni ríkisins þurfti einnig að setja dómara. Það voru þau Kristinn Bjarnason lögmaður, Hrefna Friðriksdóttir prófessor og Róbert R. Spanó prófessor, sem tóku ákvörðunina. Kjaramál Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að Tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Allir sammála um að fara beint í Hæstarétt Ríkið vildi ekki una niðurstöðunni og óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir af Hæstarétti án viðkomu í Landsrétti. Ástríður gerði ekki athugasemdir við það mat ríkisins að uppfyllt séu lagaskilyrði til að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar. Ríkið byggði á því að niðurstaða málsins hafi verulegt fordæmisgildi. Vísaði það til þess að ágreiningur málsins lúti að launauppfærslu fjölda fólks, meðal annars alþingismanna, ráðherra og tiltekinna embættismanna, til að mynda dómara, saksóknara, lögreglustjóra og seðlabankastjóra, ráðuneytisstjóra og ríkissáttasemjara, sem allir hafi fengið sambærilegt bréf og Ástríður. Niðurstaða málsins varði einnig þá sem taka eftirlaun í samræmi við laun þessa hóps. Þá taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi almenna þýðingu við túlkun og beitingu á tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga og almennum efnisreglum stjórnsýsluréttar. Loks taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi verulega samfélagslega þýðingu enda verði að gera ríkar kröfur þegar komi að réttindum og skyldum þess hóps sem ákvarðanirnar vörðuðu. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá eru ekki til staðar í málinu þær aðstæður á þessu stigi sem komið geta í veg fyrir að leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991, sbr. lög nr. 134/2022. Beiðni um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Allir dómarar vanhæfir Þar sem málið varðar laun allra dómara landsins eru þeir eðli málsins samkvæmt allir vanhæfir til þess að fjalla um það. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember síðasta árs. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Við töku ákvörðunar Hæstaréttar um málskotsbeiðni ríkisins þurfti einnig að setja dómara. Það voru þau Kristinn Bjarnason lögmaður, Hrefna Friðriksdóttir prófessor og Róbert R. Spanó prófessor, sem tóku ákvörðunina.
Kjaramál Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira