Meintar mútur komi ekki á óvart: „Fá alltaf greitt með peningum í umslagi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2023 18:46 Halldór Jóhann segir meint mútumál ekki koma á óvart. Vísir/Sigurjón Heimildaþættir dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 hafa undið ofan af meintri spillingu innan handboltaheimsins. Íslenskur þjálfari í dönsku deildinni segir spillingarsögur hafa loðað við ákveðna aðila um hríð og að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, bjóði hættunni heim með því að greiða dómurum laun í reiðufé. Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira