„Ég læri af þessum mistökum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 20:29 Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði eina marka Íslands í kvöld. Vísir/Anton Berglin Rós Ágústsdóttir skoraði eina mark Íslands er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segist hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem hægt sé að taka með sér í næsta leik. „Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
„Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57