Skoðun

Lifi lífið, ljósið og ástin

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Lífið er einstök, dýrmæt og fágæt Vegferð. Við fáum tækifæri til að læra með því að vera og gera. Eðli málsins vegna þarf að ganga í gegnum lærdómsferli sem sum okkar túlka sem mistök en eru eðlileg þroskaskref. Við lærum mest og best á því að Vera fyrst og fremst, vita hver við raunverulega Erum og framkvæma út frá því.

Innra með okkur öllum býr Ljós. Það er lífskraftur sem kraumar, knýr og leitar. Ef við fáum ekki að lifa Eðli okkar verðum við smá. Hrædd, óörugg og ósönn útgáfa af okkur sjálfum. Það er því afgerandi mikilvægt að við fáum rými til að Vera og prófa Eðli okkar. Sem samfélag er það skylda okkar að veita hvort öðru rýmið. Þannig mótum við heilbrigt skapandi samfélag – með því að leyfa frjálsa tjáningu, túlkun, sköpun og með því að hlusta á hvort annað. Sýna þolinmæði og þolgæði. Með því að Rísa Yfir.

Nú varir trú, von og kærleikur en þeirra er Kærleikurinn mestur. Orð sem aldrei falla úr gildi. Með Mildi og Styrk að leiðarljósi hlúum við að okkur og samfélaginu. Ef þú hefðir aðeins eitt spil á hendi – Kærleikann – hvernig myndir þú lifa? Hugsum vel um okkur sjálf og annað fólk, tölum vel um okkur sjálf og annað fólk, gerum vel við okkur sjálf og annað fólk.

Lifi Lífið, Ljósið og Ástin.

Höfundur er fjárfestir og félagskona í FKA.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×