Innlent

Móðir fatlaðs barns gat ekki lagt í bíla­­stæði hreyfi­hamlaðra vegna Porsche-bif­­reiðar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bifreiðin, sem ber einkabílnúmerið EXIT, vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar henni var lagt á miðri umferðareyju.
Bifreiðin, sem ber einkabílnúmerið EXIT, vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar henni var lagt á miðri umferðareyju. Guðmundur St. Ragnarsson

Porsche-bifreið með einkanúmerinu EXIT var lagt í bílastæði hreyfihamlaðra við Fjarðartorg í Hafnarfirði í minnst eina og hálfa klukkustund í gær. Móðir fatlaðs drengs gat ekki nýtt sér stæðið vegna þessa. 

Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður sagði frá atvikinu í samtali við Vísi. „Mér fannst það blasa við að þetta gæti ekki verið fatlaður einstaklingur,“ segir hann. 

„Vinkona mín, sem á fatlaðan son, kom þarna um það bil klukkutíma síðar og ætlaði að leggja í stæðið en gat það ekki vegna þess að bíllinn var ennþá í stæðinu,“ segir Guðmundur. Þá hafi sektarmiða verið komið fyrir á framrúðunni en hann hafði enn ekki verið færður.

Guðmundur segir líklegt að bíllinn hafði verið í stæðinu í eina og hálfa klukkustund hið minnsta. „Þetta snýst bara aðallega um að virða réttindi fatlaðra,“ segir hann í samtali við Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×