Fótbolti

Liverpool gefur Fabinho leyfi fyrir því að semja við Al-Ittihad

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fabinho er að öllum líkindum á leið til Sádi-Arabíu.
Fabinho er að öllum líkindum á leið til Sádi-Arabíu. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að brasilíski miðjumaðurinn Fabinho gangi í raðir sádiarabíska liðsins Al-Ittihad frá Liverpool.

Greint var frá því hér á Vísi í morgun að Fabinho hafi ekki ferðast með enska úrvalsdeildarliðinu í æfingaferð til Þýskalands og að félaginu hafi borist tilboð upp á 40 milljónir punda frá Al-Ittihad í leikmanninn. Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi einnig frá því að Fabinho og Al-Ittihad hefðu komist að samkomulagi.

Nú greinir Sky Sports frá því að Liverpool hafi gefið leikmanninum grænt ljós á það að gangast undir læknisskoðun hjá sádiarabíska félaginu og ganga í kjölfarið frá samningi við Al-Ittihad.

Fabinho gekk í raðir Liverpool árið 2018 fyrir tæplega 44 milljónir punda frá franska félaginu Monaco og hefur síðan þá leikið 219 leiki fyrir félagið. Með Liverpool hefur Fabinho unnið allt sem hægt er að vinna, svo sem ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, deildarbikarinn og Ofurbikar UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×