Fótbolti

Rams­ey-feðgar skrifuðu undir hjá upp­eldis­fé­lagi föðursins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ramsey-fegarnir Aaron og Sonny skrifuðu í gær undir samning við Cardiff.
Ramsey-fegarnir Aaron og Sonny skrifuðu í gær undir samning við Cardiff. Twitter/Cardiff

Velski knattspyrnumaðurinn Aaron Ramsey, fyrrverandi leikmaður Arsenal og Juventus, er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, Cardiff. Elsti sonur hans, Sonny, skrifaði einnig undir samning.

Aaron Ramsey, sem er 32 ára gamall, er því snúinn aftur heim, en hann lék í tvö ár með liðinu áður en hann gekk í raðir Arsenal árið 2008. Ramsey skrifar undir tveggja ára samning við Cardiff.

Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann lék 369 leiki fyrir félagið, skoraði 64 mörk og lagði upp önnur 66 fyrir liðsfélaga sína.

Hann hefur einnig leikið með liðum á borð við Juventus og Rangers, en var síðast á mála hjá Nice í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×