Erlent

Jane Birkin fannst látin á heimili sínu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Birkin varð 76 ára.
Birkin varð 76 ára. AP

Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. 

Í frétt BBC segir að Birkin hafi fundist látin á heimili sínu í París. 

Jane Birkin var þekkt fyrir að hafa gefið út lög ásamt tónlistarmanninum Serge Gainsbourg en þau áttu í ástarsambandi í tólf ár. Lag þeirra, Je T'aime...Moi Non Plus, var tekið upp skömmu eftir að upptökum á kvikmyndinni Slogan lauk en þau kynntust við gerð þeirrar myndar. 

Serge Gainsbourg lést árið 1991. Saman áttu þau eina dóttur. 

Auk farsæls ferils á sviði söng og leiklistar var Birkin álitin mikill tískumógúll. Svo mikill að tískuframleiðandinn Hermés, nefndi eina af sínum frægustu töskum eftir henni, Birkin töskuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×