Svartfellingar hræktu á aðstoðarþjálfara íslenska liðsins Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 14:16 Allt á suðupunkti í Heraklion Skjáskot Youtube Það sauð heldur betur upp úr eftir nokkuð öruggan sigur Íslands á Svartfjallalandi á heimsmeistaramóti U20 liða í körfubolta. Þjálfarateymi Svartfellinga missti algjörlega stjórn á sér og hrækt var á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands. Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023 Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023
Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42