Körfubolti

Íslensku strákarnir höfnuðu í tólfta sæti eftir tap gegn Slóvenum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísland endaði í tólfta sæti A-deildar Evrópumóts U20 ára landsliða.
Ísland endaði í tólfta sæti A-deildar Evrópumóts U20 ára landsliða. KKÍ

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri þurfti að sætta sig við tólfta sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta eftir 15 stiga tap gegn Slóvenum í dag, 90-75.

Slóvenska liðið náði góðum tökum á leiknum strax í fyrsta leikhluta og náði þar mest 14 stiga forskoti. Slóvenar leiddu með tíu stigum að fyrsta leikhluta loknum og hélt því forskoti út fyrri hálfleikinn, en staðan var 50-39 þegar liðin gegnu til búningsherbergja.

Íslenska liðið náði raunar aldrei að ógna forskoti Slóvena að nokkru viti og Slóvenar unnu að lokum nokkuð öruggan 15 stiga sigur, 90-75.

Ísland endar því 5ólfta sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta, en Slóvenar tryggðu sér ellefta sætið með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×