Auðmjúkur Djokovic eftir tapið á Wimbledon: „Þú átt þetta svo sannarlega skilið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 23:30 Novak Djokovic hrósaði Carlos Alcaraz í hástert eftir að sá síðarnefndi bar sigur úr býtum í úrslitum Wimbledon mótsins í tennis. Frey/TPN/Getty Images Novak Djokovic, einn besti tenniskappi allra tíma, var hársbreidd frá því að skrá nafn sitt enn frekar í sögubækurnar er hann mætti Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon risamótsins í tennis í dag. Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Sjá meira
Djokovic var að eltast við sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu, þann áttunda í heildina og sinn 24. risatitil á ferlinum. Aðeins William Renshaw og Roger Federer hafa unnið mótið fimm sinnum í röð og Federer er sá eini í sögunni sem hefur unnið mótið átta sinnum í heildina. Þá hefði sigur gert Djokovic að sigursælasta tennisspilara sögunnar, en hann deilir nú þeim titli með Serenu Williams. Þrátt fyrir tapið var Djokovic þó auðmjúkur eftir að úrslitin lágu fyrir. „Góðan dag allir. Kannski ekki svo góður dagur fyrir mig, en góður dagur fyrir Carlos,“ sagði Djokovic. „Ég verð að byrja á því að hrósa Carlos og hans liði. Þvílík gæði sem þú sýndir undir lok leiks. Þú náðir að kreista út frábæra frammistöðu á stóra sviðinu og þú átt þetta svo sannarlega skilið. Magnaður.“ „Ég hélt að ég myndi eiga í vandræðum með að vinna þig á leir- og hörðum velli, en ekki á grasi. En í ár var þetta augljóslega önnur saga. Til hamingju með að hafa náð að aðlagast yfirborðinu svona vel. “ „Hvað mig varðar er auðvitað aldrei gaman að tapa leikjum sem þessum, en ætli ég verði ekki mjög þakklátur þegar allar tilfinningarnar hafa róast og fjarað út. Ég er búinn að vinna marga jafna leiki hér áður eins og 2019 gegn Roger Federer. Líklega hefði ég átt að tapa einhverjum úrslitaleikjum sem ég vann þannig að nú er þetta kannski búið að jafnast út,“ sagði Serbinn að lokum.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Sjá meira