Írsku landsliðskonurnar óttuðust um líkama sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 09:00 Denise O'Sullivan meiddist illa í leiknum á móti Kólumbíu og var flutt á sjúkrahús. Getty/Stephen McCarthy Írland og Kólumbía eru á leið á HM kvenna í fótbolta og mættust í vináttulandsleik um helgina. Það þurfti aftur á móti að flauta leikinn af eftir aðeins tuttugu mínútur. Ástæðan var harður leikur en margar rosalega tæklingar urðu á þessum fyrstu tuttugu mínútur og meðal annars var írska landsliðskonan Denise O'Sullivan flutt á sjúkrahús. Ireland players feared for their bodies in abandoned Colombia friendly https://t.co/25Vp9IxUCu— The Guardian (@guardian) July 15, 2023 Leikurinn fór fram í Brisbane í Ástralíu þar sem bæði liðin voru mætt þangað. Dómarar og liðin komust að samkomulagi um að hætta leik enda farið að líta út fyrir að margir leikmenn gætu hreinlega misst af HM með sama áframhaldi. Vera Pauw, þjálfari írska landsliðsins, sagði eftir á að margir leikmanna sinn hafi hreinlega óttast um líkama sína. „Við óttumst ekki að það sé spilað fast, þú veist það, því við erum sjálfar lið, sem innan reglna leiksins, látum finna fyrir okkur,“ sagði Vera Pauw í útvarpsviðtali í þættinum Off The Ball. „Leikmennirnir mínir, í fyrsta sinn síðan ég fór að þjálfa þær, voru hræddar, þær óttuðust um líkama sína,“ sagði Pauw. Kólumbíska knattspyrnusambandið gaf frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið írska liðið sem vildi ekki halda áfram leik og leikmenn sínar fylgdu reglum um prúðmannlegan leik. "We do not fear any physical contact normally." "The players feared for their bodies."Vera Pauw explains why she felt the game vs. Colombia had to be abandoned following several serious challenges on Irish players | "This was out of the rules of the game." pic.twitter.com/uJEYW5ATO8— Off The Ball (@offtheball) July 15, 2023 „Þetta var eitthvað sem ég hef aldrei orðið vitni að á 47 árum mínum í fótbolta, ekki sem leikmaður og ekki sem þjálfari. Þetta byrjaði sem líflegur leikur en svo varð til þetta andrúmsloft þar sem harkan varð allt of mikil,“ sagði Pauw við Sky Sports. „Svo kom þessi hrikalega tækling á Denise, tækling sem á ekki að sjást í fótbolta og hún fann mikið til. Ég fór til þjálfara Kólumbíu og sagði: Ég þarf þina hjálp, við þurfum að róa þetta niður. Við viljum allar fara á HM,“ sagði Pauw. Mótherjar Kólumbíu á HM geta farið að kvíða fyrir en Kólumbía er í riðli með Þýskalandi, Marokkó og Suður-Kóreu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Ástæðan var harður leikur en margar rosalega tæklingar urðu á þessum fyrstu tuttugu mínútur og meðal annars var írska landsliðskonan Denise O'Sullivan flutt á sjúkrahús. Ireland players feared for their bodies in abandoned Colombia friendly https://t.co/25Vp9IxUCu— The Guardian (@guardian) July 15, 2023 Leikurinn fór fram í Brisbane í Ástralíu þar sem bæði liðin voru mætt þangað. Dómarar og liðin komust að samkomulagi um að hætta leik enda farið að líta út fyrir að margir leikmenn gætu hreinlega misst af HM með sama áframhaldi. Vera Pauw, þjálfari írska landsliðsins, sagði eftir á að margir leikmanna sinn hafi hreinlega óttast um líkama sína. „Við óttumst ekki að það sé spilað fast, þú veist það, því við erum sjálfar lið, sem innan reglna leiksins, látum finna fyrir okkur,“ sagði Vera Pauw í útvarpsviðtali í þættinum Off The Ball. „Leikmennirnir mínir, í fyrsta sinn síðan ég fór að þjálfa þær, voru hræddar, þær óttuðust um líkama sína,“ sagði Pauw. Kólumbíska knattspyrnusambandið gaf frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið írska liðið sem vildi ekki halda áfram leik og leikmenn sínar fylgdu reglum um prúðmannlegan leik. "We do not fear any physical contact normally." "The players feared for their bodies."Vera Pauw explains why she felt the game vs. Colombia had to be abandoned following several serious challenges on Irish players | "This was out of the rules of the game." pic.twitter.com/uJEYW5ATO8— Off The Ball (@offtheball) July 15, 2023 „Þetta var eitthvað sem ég hef aldrei orðið vitni að á 47 árum mínum í fótbolta, ekki sem leikmaður og ekki sem þjálfari. Þetta byrjaði sem líflegur leikur en svo varð til þetta andrúmsloft þar sem harkan varð allt of mikil,“ sagði Pauw við Sky Sports. „Svo kom þessi hrikalega tækling á Denise, tækling sem á ekki að sjást í fótbolta og hún fann mikið til. Ég fór til þjálfara Kólumbíu og sagði: Ég þarf þina hjálp, við þurfum að róa þetta niður. Við viljum allar fara á HM,“ sagði Pauw. Mótherjar Kólumbíu á HM geta farið að kvíða fyrir en Kólumbía er í riðli með Þýskalandi, Marokkó og Suður-Kóreu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira