Írsku landsliðskonurnar óttuðust um líkama sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 09:00 Denise O'Sullivan meiddist illa í leiknum á móti Kólumbíu og var flutt á sjúkrahús. Getty/Stephen McCarthy Írland og Kólumbía eru á leið á HM kvenna í fótbolta og mættust í vináttulandsleik um helgina. Það þurfti aftur á móti að flauta leikinn af eftir aðeins tuttugu mínútur. Ástæðan var harður leikur en margar rosalega tæklingar urðu á þessum fyrstu tuttugu mínútur og meðal annars var írska landsliðskonan Denise O'Sullivan flutt á sjúkrahús. Ireland players feared for their bodies in abandoned Colombia friendly https://t.co/25Vp9IxUCu— The Guardian (@guardian) July 15, 2023 Leikurinn fór fram í Brisbane í Ástralíu þar sem bæði liðin voru mætt þangað. Dómarar og liðin komust að samkomulagi um að hætta leik enda farið að líta út fyrir að margir leikmenn gætu hreinlega misst af HM með sama áframhaldi. Vera Pauw, þjálfari írska landsliðsins, sagði eftir á að margir leikmanna sinn hafi hreinlega óttast um líkama sína. „Við óttumst ekki að það sé spilað fast, þú veist það, því við erum sjálfar lið, sem innan reglna leiksins, látum finna fyrir okkur,“ sagði Vera Pauw í útvarpsviðtali í þættinum Off The Ball. „Leikmennirnir mínir, í fyrsta sinn síðan ég fór að þjálfa þær, voru hræddar, þær óttuðust um líkama sína,“ sagði Pauw. Kólumbíska knattspyrnusambandið gaf frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið írska liðið sem vildi ekki halda áfram leik og leikmenn sínar fylgdu reglum um prúðmannlegan leik. "We do not fear any physical contact normally." "The players feared for their bodies."Vera Pauw explains why she felt the game vs. Colombia had to be abandoned following several serious challenges on Irish players | "This was out of the rules of the game." pic.twitter.com/uJEYW5ATO8— Off The Ball (@offtheball) July 15, 2023 „Þetta var eitthvað sem ég hef aldrei orðið vitni að á 47 árum mínum í fótbolta, ekki sem leikmaður og ekki sem þjálfari. Þetta byrjaði sem líflegur leikur en svo varð til þetta andrúmsloft þar sem harkan varð allt of mikil,“ sagði Pauw við Sky Sports. „Svo kom þessi hrikalega tækling á Denise, tækling sem á ekki að sjást í fótbolta og hún fann mikið til. Ég fór til þjálfara Kólumbíu og sagði: Ég þarf þina hjálp, við þurfum að róa þetta niður. Við viljum allar fara á HM,“ sagði Pauw. Mótherjar Kólumbíu á HM geta farið að kvíða fyrir en Kólumbía er í riðli með Þýskalandi, Marokkó og Suður-Kóreu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Ástæðan var harður leikur en margar rosalega tæklingar urðu á þessum fyrstu tuttugu mínútur og meðal annars var írska landsliðskonan Denise O'Sullivan flutt á sjúkrahús. Ireland players feared for their bodies in abandoned Colombia friendly https://t.co/25Vp9IxUCu— The Guardian (@guardian) July 15, 2023 Leikurinn fór fram í Brisbane í Ástralíu þar sem bæði liðin voru mætt þangað. Dómarar og liðin komust að samkomulagi um að hætta leik enda farið að líta út fyrir að margir leikmenn gætu hreinlega misst af HM með sama áframhaldi. Vera Pauw, þjálfari írska landsliðsins, sagði eftir á að margir leikmanna sinn hafi hreinlega óttast um líkama sína. „Við óttumst ekki að það sé spilað fast, þú veist það, því við erum sjálfar lið, sem innan reglna leiksins, látum finna fyrir okkur,“ sagði Vera Pauw í útvarpsviðtali í þættinum Off The Ball. „Leikmennirnir mínir, í fyrsta sinn síðan ég fór að þjálfa þær, voru hræddar, þær óttuðust um líkama sína,“ sagði Pauw. Kólumbíska knattspyrnusambandið gaf frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið írska liðið sem vildi ekki halda áfram leik og leikmenn sínar fylgdu reglum um prúðmannlegan leik. "We do not fear any physical contact normally." "The players feared for their bodies."Vera Pauw explains why she felt the game vs. Colombia had to be abandoned following several serious challenges on Irish players | "This was out of the rules of the game." pic.twitter.com/uJEYW5ATO8— Off The Ball (@offtheball) July 15, 2023 „Þetta var eitthvað sem ég hef aldrei orðið vitni að á 47 árum mínum í fótbolta, ekki sem leikmaður og ekki sem þjálfari. Þetta byrjaði sem líflegur leikur en svo varð til þetta andrúmsloft þar sem harkan varð allt of mikil,“ sagði Pauw við Sky Sports. „Svo kom þessi hrikalega tækling á Denise, tækling sem á ekki að sjást í fótbolta og hún fann mikið til. Ég fór til þjálfara Kólumbíu og sagði: Ég þarf þina hjálp, við þurfum að róa þetta niður. Við viljum allar fara á HM,“ sagði Pauw. Mótherjar Kólumbíu á HM geta farið að kvíða fyrir en Kólumbía er í riðli með Þýskalandi, Marokkó og Suður-Kóreu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira