Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2023 11:08 Úkraínumenn hafa getað flutt út mikið magn af korni vegna samkomulags við Rússa, sem Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um. Rússar hafa mikla yfirburði á Svartahafi en flutningaskip Úkraínumanna þurfa að fara um það svæði og um Bosphorussund í Tyrklandi. AP/Efrem Lukatsky Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. Í júlí á síðasta ári undirrituðu fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna samning sem greiddi fyrir útflutningi þessum. Samkvæmt samkomulaginu áttu Rússar einnig að geta flutt matvæli og áburð úr landi. Samningurinn hefur verið gífurlega mikilvægur fyrir fæðuöryggi en sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að riftun samkomulagsins muni ekki hafa mikil áhrif á matvælaverð á heimsvísu. Sérfræðingarnir segja þó að fæðuóöryggi sé að færast í aukana í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar segja 45 ríki heims þurfa aðstoð vegna matarskorts og hungurs. Fréttaveitan RIA, sem er í eigur rússneska ríkisins, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að utanríkisráðuneytið hafi tilkynnti Tyrkjum, Úkraínumönnum og Sameinuðu þjóðunum að samkomulagið verði ekki framlengt. Rússar halda því fram að Úkraínumenn hafi ekki verið að flytja korn til Afríku og ríkja sem þurfa á því að halda og þar að auki hafi ekki verið nægjanlega greidd leið fyrir sölu þeirra á matvælum og áburði. Í frétt BBC er vísað í tölur frá Sameinuðu þjóðunum um að 47 prósent korns frá Úkraínu sem flutt hafi verið úr landi með samkomulaginu, hafi verið flutt til hátekjuríkja eins og Spánar, Ítalíu og Hollands. Þá eru 26 prósent sögð hafa farið til millitekjuríkja eins og Tyrklands og Kína og 27 prósent til lágtekjuríkja eins og Egyptalands, Kenía og Súdan. Í fyrra kom meiri en helmingur hveitkorns Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna frá Úkraínu. Sjá einnig: Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Þá hafa yfirvöld í Úkraínu sakað Rússa um að skemma samkomulagið með því að koma í veg fyrir að fleiri skip geti flutt korn en 29 skip voru til taks en áhafnir þeirra fengu ekki leyfi. Þá segja Úkraínumenn að hægagangur með skoðanir um borð í skipunum, sem tryggja átti að þau væru ekki notuð til að flytja vopn, hafi komið verulega niður á útflutningi. Þegar mest var, í október, voru ellefu skip skoðuð á hverjum degi. Í júní voru um 2,3 skip að meðaltali skoðuð á dag. Úkraínumenn og Bandaríkjamenn hafa kennt Rússum um þennan hægagang. Á sama tíma hafa Rússar flutt metmagn af hveiti til annarra ríkja. Sérfræðingar segja útlit fyrir að hveitiútflutningur Rússa verði meiri á þessu ári en hann hefur nokkru sinni verið áður. Ekkert ríki hafi flutt svo mikið magn út á ári áður. Rússar hafa einnig brugðist reiðir við drónárásum Úkraínumanna á rússnesk herskipá Svartahafi og hafa sagt það brjóta gegn kornsamkomulaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar segjast ætla að stöðva útflutning Úkraínumanna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 „Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í júlí á síðasta ári undirrituðu fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna samning sem greiddi fyrir útflutningi þessum. Samkvæmt samkomulaginu áttu Rússar einnig að geta flutt matvæli og áburð úr landi. Samningurinn hefur verið gífurlega mikilvægur fyrir fæðuöryggi en sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að riftun samkomulagsins muni ekki hafa mikil áhrif á matvælaverð á heimsvísu. Sérfræðingarnir segja þó að fæðuóöryggi sé að færast í aukana í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar segja 45 ríki heims þurfa aðstoð vegna matarskorts og hungurs. Fréttaveitan RIA, sem er í eigur rússneska ríkisins, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að utanríkisráðuneytið hafi tilkynnti Tyrkjum, Úkraínumönnum og Sameinuðu þjóðunum að samkomulagið verði ekki framlengt. Rússar halda því fram að Úkraínumenn hafi ekki verið að flytja korn til Afríku og ríkja sem þurfa á því að halda og þar að auki hafi ekki verið nægjanlega greidd leið fyrir sölu þeirra á matvælum og áburði. Í frétt BBC er vísað í tölur frá Sameinuðu þjóðunum um að 47 prósent korns frá Úkraínu sem flutt hafi verið úr landi með samkomulaginu, hafi verið flutt til hátekjuríkja eins og Spánar, Ítalíu og Hollands. Þá eru 26 prósent sögð hafa farið til millitekjuríkja eins og Tyrklands og Kína og 27 prósent til lágtekjuríkja eins og Egyptalands, Kenía og Súdan. Í fyrra kom meiri en helmingur hveitkorns Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna frá Úkraínu. Sjá einnig: Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Þá hafa yfirvöld í Úkraínu sakað Rússa um að skemma samkomulagið með því að koma í veg fyrir að fleiri skip geti flutt korn en 29 skip voru til taks en áhafnir þeirra fengu ekki leyfi. Þá segja Úkraínumenn að hægagangur með skoðanir um borð í skipunum, sem tryggja átti að þau væru ekki notuð til að flytja vopn, hafi komið verulega niður á útflutningi. Þegar mest var, í október, voru ellefu skip skoðuð á hverjum degi. Í júní voru um 2,3 skip að meðaltali skoðuð á dag. Úkraínumenn og Bandaríkjamenn hafa kennt Rússum um þennan hægagang. Á sama tíma hafa Rússar flutt metmagn af hveiti til annarra ríkja. Sérfræðingar segja útlit fyrir að hveitiútflutningur Rússa verði meiri á þessu ári en hann hefur nokkru sinni verið áður. Ekkert ríki hafi flutt svo mikið magn út á ári áður. Rússar hafa einnig brugðist reiðir við drónárásum Úkraínumanna á rússnesk herskipá Svartahafi og hafa sagt það brjóta gegn kornsamkomulaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar segjast ætla að stöðva útflutning Úkraínumanna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 „Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53
„Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01