Tík bjargað úr klettum Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2023 12:40 Tíkin Mýsla er komin aftur til eiganda síns. Landsbjörg Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún. „Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Þar sem eigandi Mýslu er að ljósmynda þá fegurð sem Austfirsku alparnir bjóða upp á, hleypur Mýsla frá honum og hann sér hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar, en þegar hann fann að hann var að komast í sjálfheldu, hörfaði hann upp á brún og óskaði eftir aðstoð,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang og tíkin sést fljótlega í klettarák, um sjötíu metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. Mýsla hafi þá þvælst eitthvað eftir klettasillum og hugsanlega fallið eitthvað niður. Fjöldi björgunarsveitamanna kom að aðgerðunum í gær.Landsbjörg Björgunarsveitir hafi sett upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það hafi verið eina leiðin til að komast að Mýslu. Björgunarmaður hafi svo sigið niður þessa sjötíu metra til Mýslu, sem hafi verið vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún hafi reynt að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar. „Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu og Mýsla hafði heilsað að hundasið, var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.“ Alls hafi 23 björgunarsveitarmenn komið að aðgerðinni, sem lauk farsællega. Hundar Björgunarsveitir Fjarðabyggð Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
„Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Þar sem eigandi Mýslu er að ljósmynda þá fegurð sem Austfirsku alparnir bjóða upp á, hleypur Mýsla frá honum og hann sér hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar, en þegar hann fann að hann var að komast í sjálfheldu, hörfaði hann upp á brún og óskaði eftir aðstoð,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang og tíkin sést fljótlega í klettarák, um sjötíu metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. Mýsla hafi þá þvælst eitthvað eftir klettasillum og hugsanlega fallið eitthvað niður. Fjöldi björgunarsveitamanna kom að aðgerðunum í gær.Landsbjörg Björgunarsveitir hafi sett upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það hafi verið eina leiðin til að komast að Mýslu. Björgunarmaður hafi svo sigið niður þessa sjötíu metra til Mýslu, sem hafi verið vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún hafi reynt að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar. „Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu og Mýsla hafði heilsað að hundasið, var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.“ Alls hafi 23 björgunarsveitarmenn komið að aðgerðinni, sem lauk farsællega.
Hundar Björgunarsveitir Fjarðabyggð Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira