Skemmtiferðaskip slitnaði frá bryggju í miklum vindi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 09:01 Hafnaryfirvöld hafa hafið rannsókn á atvikinu. Skjáskot/Youtube Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Prima losnaði frá bryggju í Zeebrugge í Belgíu vegna vinds. Skipið var að koma frá Íslandi. Þann 15. júlí síðastliðinn slitnaði hið risavaxna norska skemmtiferðaskip frá bryggjunni í Zeebrugge og landgangurinn féll í sjóinn. Enginn slasaðist í atvikinu sem hefur þó vakið nokkurn óhug. Skipið tekur rúmlega 3.000 farþega og 1.500 manns starfa um borð. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn þann 6. júlí og hafði komið við í bæði Noregi og Hollandi áður en það kom til Belgíu. Vindur var mikill í höfninni þennan dag, 11 til 34 kílómetrar á klukkustund, og gekk á með sterkum hviðum. Um klukkan 14:45 reið yfir svo sterk hviða að landfestingarnar slitnuðu. Eftir það fauk 143 þúsund tonna skipið frá bryggjunni og þurftu dráttarbátar að koma til að koma því aftur að. Flestir farþegar voru í landi þegar skemmtiferðaskipið rifnaði frá bryggjunni. Sækja þurfti nýja landganga þar sem hinir sukku til botns í höfninni. Skipið sigldi úr höfn um kvöldið en hafnarstjórn í Zeebrugge hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki einsdæmi Norwegian Prima er ekki eina skemmtiferðaskipið sem hefur slitnað frá bryggju undanfarið því að í febrúar kom það sama fyrir skipið MSC Musica í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það skip, sem skráð er í Panama, er einnig mjög stórt. Tekur 2.500 farþega og tæplega 1.000 starfsfólk. Vindhviðurnar náðu þá 40 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt fréttavefnum Cruisehive kemur það ítrekað fyrir að skemmtiferðaskip hætti við að leggja við bryggju í miklum vindi. Sérstaklega í höfnum þar sem pláss er lítið og jafn vel ekki hægt að setja út landganga heldur þarf að flytja farþega í land með bátum. Stór skemmtiferðaskip eru viðkvæmari fyrir vindi og geta hæglega rekið frá bryggjunni eða á hana. Belgía Noregur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Þann 15. júlí síðastliðinn slitnaði hið risavaxna norska skemmtiferðaskip frá bryggjunni í Zeebrugge og landgangurinn féll í sjóinn. Enginn slasaðist í atvikinu sem hefur þó vakið nokkurn óhug. Skipið tekur rúmlega 3.000 farþega og 1.500 manns starfa um borð. Skipið sigldi frá Reykjavíkurhöfn þann 6. júlí og hafði komið við í bæði Noregi og Hollandi áður en það kom til Belgíu. Vindur var mikill í höfninni þennan dag, 11 til 34 kílómetrar á klukkustund, og gekk á með sterkum hviðum. Um klukkan 14:45 reið yfir svo sterk hviða að landfestingarnar slitnuðu. Eftir það fauk 143 þúsund tonna skipið frá bryggjunni og þurftu dráttarbátar að koma til að koma því aftur að. Flestir farþegar voru í landi þegar skemmtiferðaskipið rifnaði frá bryggjunni. Sækja þurfti nýja landganga þar sem hinir sukku til botns í höfninni. Skipið sigldi úr höfn um kvöldið en hafnarstjórn í Zeebrugge hefur hafið rannsókn á málinu. Ekki einsdæmi Norwegian Prima er ekki eina skemmtiferðaskipið sem hefur slitnað frá bryggju undanfarið því að í febrúar kom það sama fyrir skipið MSC Musica í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það skip, sem skráð er í Panama, er einnig mjög stórt. Tekur 2.500 farþega og tæplega 1.000 starfsfólk. Vindhviðurnar náðu þá 40 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt fréttavefnum Cruisehive kemur það ítrekað fyrir að skemmtiferðaskip hætti við að leggja við bryggju í miklum vindi. Sérstaklega í höfnum þar sem pláss er lítið og jafn vel ekki hægt að setja út landganga heldur þarf að flytja farþega í land með bátum. Stór skemmtiferðaskip eru viðkvæmari fyrir vindi og geta hæglega rekið frá bryggjunni eða á hana.
Belgía Noregur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira